Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr formaður norsku bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Nýr formaður norsku bændasamtakanna

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Lars Petter Bartnes var kjörinn nýr formaður norsku bændasamtakanna, Norges bondelag, á ársfundi samtakanna sem fór fram í byrjun mánaðarins í Lillehammer. Hann tók við af Nils T. Bjørke, sem er íslenskum bændum að góðu kunnur.

Lars er 45 ára gamall kúbóndi sem stundar einnig nautaaeldi, kjúklingaeldi og kornrækt. Hann sat í stjórn samtakanna á árunum 2008 til 2013 og hefur einnig setið í stjórn Nortura, sem er afurðfyrirtæki með kjöt og egg, frá árinu 2004. Bartnes er menntaður búfræðikandidat og býr í Steinkjer í Norður-Þrændalögum.

Bartnes þakkaði fráfarandi stjórn fyrir hennar góða starf. „Ég ætla mér að vinna áfram að því að halda Norges bondelag sem sterkum og skipulögðum samtökum,“ sagði hann í þakkarræðu.

Kristin Ianssen og Brita Skallerud voru endurkjörnar sem 1. og 2. varaformaður samtakanna. Kristin mun þar með hefja annað starfsár sitt en Brita hefur setið í fjögur ár. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...