Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Benz GLA 220 d 4MATIC.
Benz GLA 220 d 4MATIC.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 23. júní 2017

Nýr Benz GLA 220

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 10. júní frumsýndi Askja nýjan Benz GLA og að lokinni frumsýningu fékk ég dísilbílinn með kraftmestu vélinni til prufuaksturs yfir helgina. 
 
Þegar ég hef hugsað um Benz þá hefur verðið verið í hærra lagi, enda eðlilegt þar sem að nafnið eitt og sér hefur alltaf staðið fyrir gæði, góða endingu og áreiðanleika. 
 
Verðið kom á óvart
 
Fyrirfram hafði ég haldið að verðið væri miklu hærra, en sökum stöðu gengis sem aldrei hefur verið hagstæðara kostar ódýrasti GLA dísilbíllinn með 109 hestafla vél frá 4.660.000, en bíllinn sem ég prófaði var með 177 hestafla vél og kostar 6.040.000. Einnig er í boði bensín GLA bílar sem eru frá 122 hestöfl og upp í 381 hestafl og kosta frá 4.420.000 upp í 9.010.000.
 
Einstaklega hljóðlátur og þægilegur í akstri
 
Eins og venja er hjá mér þá prófaði ég bílinn eitthvað yfir 100 km bæði á slitlagi og á malarvegi. Þegar bíllinn er keyrður á slitlagi heyrist nánast ekkert umhverfishljóð inni í bílnum og greinilegt að bíllinn er vel hljóðeinangraður. Á lausum malarvegi heyrðist aðeins steinahljóð upp undir bílinn, en ég verð að viðurkenna að þessi bíll er sennilega sá hljóðlátasti sem ég hef keyrt á malarvegi sé tekið mið af veghljóði á malarvegi.
 
Þó að hjólbarðarnir séu ekki með mikla fjöðrun (lágur prófíll) þá var fjöðrunin skemmtileg á malarveginum og fann maður lítið fyrir djúpum holunum sem á veginum voru. Á hlykkjóttum malbikuðum vegi beitti ég bílnum svolítið vel í beygjunum og var tilfinningin ekkert ósvipuð og að keyra kraftmikinn sportbíl á skemmtilegum beygjukafla, svo vel lá bíllinn á malbikinu.
 
Eyðslan lítil miðað við stóra vél
 
Eins og með flesta bíla sem ég prófa þá skipti ég akstrinum upp í innanbæjarakstur og langkeyrslu, en fyrstu 30 km voru innanbæjar og var eyðsla mín 7,8 lítrar miðað við 100 km á meðalhraða upp á 30.
Næstu 50 km voru í blönduðum akstri á meðalhraðanum 47 og var eyðslan þá 7,0 lítrar, að lokum ók ég rúma 20 km á meðalhraða upp á 78 og var þá eyðslan 4,6 lítrar. Sjálfur á ég beinskiptan bíl með 178 hestafla vél sem eyðir töluvert meiru.
 
Skemmtileg sjálfskipting og valmöguleikar á krafti vélarinnar
 
Sjálfskiptingin er sjö þrepa og finnur maður nánast ekkert fyrir því þegar bíllinn skiptir um þrep nema maður sé með kraft vélarinnar stilltan á Sport stillinguna sem er afgerandi kraftmesta og snarpasta stillingin á vélinni, en  í boði eru fimm stillingar sem stilla saman vél og skiptingu (Eco, Comfort, Individual, Sport og Offroad). Með stillt á offroad stillinguna birtist á skjánum í mælaborðinu góðar upplýsingar um halla á bílnum, bæði til hliðar og fram og aftur.
 
Talandi um upplýsingaskjáinn þá er gott að lesa upplýsingar af skjánum og myndin skörp. Þegar bakkmyndavélin er á sést ofan á toppinn á dráttarkróknum sem auðveldar mikið þegar bakkað er að kerrutengi.
 
Fann aðeins tvo ókosti
 
Í nánast alla staði var ég ánægður og hrifinn af bílnum.
 
Plúsar:
Það er gott fótapláss, góð sæti (hef að vísu aldrei verið hrifinn af leðursætum), hliðarspeglar eru ekki stórir, en sýna vel aftur fyrir bílinn. 
 
Mínusar: 
Farangursrýmið mætti vera stærra en er samt stærra en ég hafði ímyndað mér áður en ég opnaði afturhlerann. Stærsti ókosturinn er að í bílnum er ekkert varadekk, bara rafmagnspumpa og þéttiefni til að setja í dekk (eitthvað sem nánast allir sem ég hef séð klúðra þegar þeir reyna að nota).
 
Heilt á litið er þetta fínn fjórhjóladrifinn „jepplingur“ á afar hagstæðu verði. Hægt væri að skrifa mikið í viðbót um þennan bíl, en fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Benz GLA á vefsíðunni www.askja.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.494 mm
Breidd 1.804 mm
Lengd 4.523mm
 

 

8 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f