Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk.
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 11. mars 2016

Nýnorræn matargerð í öllu sínu veldi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér eru uppskriftir að nýnorrænum hætti þar sem hráefnið er valið eftir árstíðum og blandað er saman gömlum og nýjum matreiðsluhefðum. Food and Fun-matarhátíðinni er nýlokið en kokkurinn Martin Marko Hansen frá Danmörku var gestakokkur á Smurstöðinni í Hörpu. 
 
Eftirfarandi uppskriftir eru runnar undan hans rifjum að hluta til.
 
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk
  • 1 kjúklingur (um 1800–2000 g)
  • 1 bragðlítil olía
  • 1 grein rósmarín
  • 2 stilkar garðablóðberg
  • 3 stk. hvítlauksgeirar
 
Súrsaður perlulaukur
  • 12 stk.  perlulaukur
  • 220 ml (1 bolli ) eplaedik
  • 50 g sykur
  • 110 ml (½ bolli ) vatn
Skessujurtasalsa
  • ¼ búnt skessujurt eða önnur bragð mikil kryddjurt
  • ¼ búnt steinselja
  • ½–1 skarlottulaukur
  • 30 g af eplaediki
  • 30 g saxað hveitibrauð
  • 50 g góð olía
 
Byggotto
  • 100 g af perlubyggi (eða annað korn)
  • 2 lítrar (7 bollar) kjúklingasoð (vatn og kraftur)
  • 35 g ferskur rifinn ostur
  • 10 g af smjöri
  • 2 msk. bragðmikill ostur
  • ½ búnt af graslauk
  • salt og pipar
 
Aðferð:
 
Kjúklingur
Bútið niður kjúklinginn og setjið smá salt á kjúklingabringurnar. Takið þær til hliðar á disk.
Nuddið kjúklingalærin vandlega með smá salti og pipar og setjið í ofnfast fat með mikilli olíu. Hitið ofninn upp í 120 °C, setjið lærin inn og lækkið strax niður í 80°C og látið vera í um 1 klukkustund. Látið standa og kólna í olíunni í um 30 mínútur eða þar til á að framreiða réttinn.
 
Súrsaður perlulaukur
Skerið efst og neðst af flysjuðum lauknum. Sjóðið edik, vatn og sykur í litlum potti og setjið laukinn  í pækilinn. Eldið í um 1 mínútu. Hyljið pottinn með plastfilmu og setjið til hliðar þangað til þarf að nota laukinn.
 
Skessujurtasalsa
Takið allar jurtirnar og setjið þær í matvinnsluvél með öðrum innihaldsefnum. Vinnið saman í stutta stund svo úr verði gróft salsa. Kryddið með salti, pipar og smá hunangi.
 
Byggotto
Setjið bygg ásamt kjúklingasoði í pott. Látið sjóða og fjarlægið hvíta froðu sem myndast ofan á vökvanum. Lækkið niður hitann og látið byggið sjóða rólega í um 15 mínútur, eða þar til það er mjúkt viðkomu. Hyljið með plastfilmu og setjið til hliðar.
 
Saxið  graslaukinn fínt. Setjið í skál með osti, smjöri og bragðmiklum osti, t.d. Tind eða Ísbúa.
Þegar gesti ber að garði
 
Setjið kjúklingabringu á pönnu með smá olíu á miðlungs hita. Steikið þar til skinnið er gullinbrúnt og stökkt – það tekur um 5–10 mínútur. Snúið kjúklingabringunum og gefið  þeim 1–2 mínútur á hinni hliðinni og takið þær síðan af hitanum og látið liggja á pönnunni (stórar bringur þarf að setja í ofn í stutta stund).
 
Takið  lærin úr olíunni og rífið kjötið af beinunum.
 
Hitið byggið upp. Hrærið saman kjötinu af lærunum ásamt rifnum osti, smjöri, sterka ostinum og graslauknum. Þetta gefur réttinum ljósa og rjómakennda áferð í stíl við ítalskt risotto. Verið varkár að ofsjóða ekki byggið og kjötið. Bragðbætið með salti og pipar.
 
Framreiðið með perlulauk og jurtasalsanu.
Skerið hverja kjúklingabringu í 2 stykki langsum og setjið ofan á byggið.
 
Skyr fromage með karamelluðum graskersfræjum og rauðum súrum:
  • 2 blöð af matarlími (lagt í bleyti í kalt vatn)
  • 300 g hrært skyr
  • 50 g sykur
  • 30 g af eplasafa til að leysa upp matarlímið
  • 250 ml (1 bolli ) rjómi
 
Karamelluð  graskersfræ
  • 40 g graskersfræ
  • 2 msk. hunang
  • 10 g af smjöri
  • 1 klípa salt

Skraut

  • ½ knippi  rauðar súrur (eða garðsúrur)
 
Aðferð:
Leggið matarlím í kalt vatn.
 
Hellið skyri og sykri í skál og hrærið saman þar til sykurinn er uppleystur.
 
Hitið eplasafann í litlum potti og takið af hellunni. Kreistið vatnið af matarlímsblöðunum og setjið það í heitan eplasafann og látið þau bráðna. Látið pottinn standa á eldhúsborðinu á meðan rjóminn er léttþeyttur.
 
Hrærið skyrblöndunni varlega við eplasafa- og matarlímsblönduna.
 
Blandið rjómanum varlega saman við. Setjið í skálar eða súpubolla  og kælið þar til stífnar.
 
Karamelluð graskersfræ
 
Ristið graskersfræ létt á þurri pönnu þar til þau eru gullinbrún og stökk og byrjuð að poppast.
Setjið svo hunang, smjör og salt á pönnuna og hrærið vel með trésleif. Blandan klessist  lítillega. Haldið áfram þar til fræ fá slétta áferð. Færið á disk með smjörpappír og látið þau kólna.
Takið skálar með skyrfromage  úr kæli.
 
Tillaga að framreiðslu
Gott er að smjörsteikja ávexti eða ber með smá sykri eða hunangi og dreypa yfir 1–2 tsk. af vökvanum sem kemur við steikingu.
 
Stráið karamelluðu  graskersfræi yfir og skreytið að lokum með súrum.
 

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...