Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Nýjar rætur – framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu byrjar hér
Lesendarýni 12. maí 2025

Nýjar rætur – framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu byrjar hér

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar

Ísland geymir ríkulegar náttúruauðlindir og landið er stórt. Umfram allt eigum við kraftmikla og unga, skapandi kynslóð sem vill leggja sitt af mörkum.

Þórarinn Ingi Pétursson.

En sú spurning vaknar æ oftar: hverjir fá raunverulega tækifæri til að nýta landið okkar og byggja upp verðmæti fyrir framtíðina? Þingsályktunartillagan „Nýjar rætur“ leggur fram nýja sýn – og nýtt tæki – til að gefa ungu fólki á landsbyggðinni raunhæfan möguleika til að hefja sjálfbæra matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.

Kaupréttur sem opnar dyr

„Nýjar rætur“ snýst um að styðja við ungt fólk – yngra en 45 ára – sem hefur hug og metnað til að kaupa jörð og hefja starfsemi og framleiðslu. Hugmyndin er þessi: Ef ungt athafnafólk fær samþykkt kauptilboð í tiltekna jörð, getur ríkissjóður í gegnum Byggðastofnun gengið inn í kaupin, orðið tímabundinn eigandi jarðarinnar, og jafnframt gert leigusamning við nýliðann með kauprétti að fimm árum liðnum. Á þeim tíma fær viðkomandi tækifæri til að þróa rekstur, afla sér reynslu og fjárhagslegs bolmagns til að nýta kaupréttinn.

Viðbragð við markaðsbresti

Fyrirkomulagið er svarið við augljósum markaðsbresti – of fáir ungir einstaklingar hafa ráð á að kaupa land eða jörð í rekstri, þrátt fyrir að þar sé forsenda matvælaframleiðslu, skógræktar og sjálfbærrar byggðarþróunar. Tillagan snýst ekki um niðurgreiðslur heldur raunverulegt svigrúm til að hefja starfsemi með ábyrgum hætti.

Verndun lands og auðlinda

Tillagan fellur að stefnu Framsóknarflokksins um skýrt eignarhald og ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskar jarðir geyma vatnsréttindi, jarðhita og aðgang að verðmætum vistkerfum. Með „Nýjum rótum“ er stigið mikilvægt skref til að tryggja að þessi verðmæti sem jarðir eru nýtist samfélaginu en þróist ekki í eyðijarðir, eyðidali eða verði að sumarleyfissvæðum fyrir erlenda auðmenn.

Samstaða

Hugmyndin hefur vakið jákvæð viðbrögð úr breiðum hópi þvert á flokka. Hún snýst ekki einungis um landbúnað, heldur sameinar skógrækt, landgræðslu, nýsköpun og ábyrga samfélagslega uppbyggingu. „Nýjar rætur“ gætu orðið lykilþáttur í heildstæðri sýn fyrir vistvæna uppbyggingu í dreifðum byggðum.

Ræktum saman framtíðina

Það sem skiptir mestu máli er að fólk með vilja og hæfileika fái raunverulegt tækifæri til þátttöku í verðmætasköpun og þróun byggða. Þetta verkefni getur verið leiðarljós nýrrar nálgunar á nýliðun og sjálfbærni. Við getum – með ábyrgri stefnu og markvissri framkvæmd – ræktað nýjar rætur sem verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Hóflegt umfang, en mikil áhrif

Að lokum er rétt að hafa í huga að hér er einungis um eitt skref að ræða í átt að aukinni verðmætasköpun. Gert er ráð fyrir að ekki fleiri en 5–20 jarðir verði teknar inn í verkefnið árlega. Það sýnir að þetta er hófstillt í umfangi, en metnaðarfullt í tilgangi – og getur reynst dýrmæt tilraun sem leiðir af sér frekari lausnir til framtíðar.

Fleiri hugmyndir Framsóknar verða kynntar á komandi mánuðum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...