Nýjar Flugur
Líf og starf 19. nóvember 2025

Nýjar Flugur

Höfundur: Þröstur Helgason

Það er vel til fundið hjá Uglu að gefa út Flugur og fleiri verk eftir Jón Thoroddsen á hundrað ára ártíð höfundarins. Líklega hafa fá verk, sem jafnlítið láta yfir sér, valdið svo miklum heilabrotum sem Flugur. Þær innihalda einungis þrettán stutta texta ásamt formála sem samtals fylla rétt svo tuttugu blaðsíður. Textarnir hafa verið kallaðir prósaljóð og iðulega er talað um að Flugur sé

Jón Thoroddsen.

fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hefur að geyma slík ljóð, eins og fram kemur í góðum eftirmála Guðmundar Andra Thorssonar að þessari útgáfu. Bókin kom fyrst út árið 1922 sem, eins og Andri bendir á, er oft minnst sem tímamóta í alþjóðlegum módernisma en þá komu út tvö af meginverkum hans, Ulysses (Ódysseifur) eftir James Joyce og Wasteland (Eyðilandið) eftir T.S. Eliot. Þessar tvær bækur kölluðu fram margvísleg viðbrögð, jafnvel harðvítug, í bókmenntaumræðu þriðja áratugarins en um Flugur birtist ekki einn einasti ritdómur, líkt og Andri bendir á.

Í seinni tíð hafa Flugur aftur á móti verið sagðar eiga þátt í endurnýjun ljóðmálsins hér á landi. Það sem gerir þær frumlegar og öðruvísi en annan íslenskan skáldskap í byrjun þriðja áratugarins er kannski umfram allt að þær eru ekki auðskilgreindar. Þetta eru textabrot, stundum eins konar örsögur sem lýsa atviki eða stuttri atburðarás, oft í ævintýralegum anda en þarna eru líka stuttar ástarsögur sem lýsa oft raunum tengdum þeim. Þær geta líka verið fyndnar og írónískar. Textinn er iðulega ljóðrænn, fullur af myndmáli, óvæntum tengingum og rofi á milli veruleika og skáldskapar. Prósaljóð er ein leiðin til þess að ná utan um þessa texta en í raun eru þeir á óljósum mörkum og sækja kannski umfram allt í fjölbreyttar greinar bókmenntahefðarinnar, bæði til smásagna, örsagna og ljóða, þjóðsagna og ævintýra, jafnvel þulunnar sem móðir Jóns, Theodóra Thoroddsen, átti stóran þátt í að vekja til lífs á fyrri hluta síðustu aldar.

Flugur hafa komið út á nokkrum bókum síðustu áratugi. Maður skilur það þegar verkið er lesið því það orkar á mann eins og nýtt. Í þessa útgáfu hefur einnig verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns.

Cloud Atlas á íslensku

Áttatíu og einu ári eftir að Flugur komu út árið 1922 ásamt brautryðjendaverkum Joyce og Eliot sendi bandarískur höfundur frá sér bók sem í upphafi þessarar aldar virtist ná að rekja saman framtíð og fortíð á þann hátt að gagnrýnendur stóðu margir hverjir á öndinni. Cloud Atlas eftir breska rithöfundinn David Mitchell kom út árið 2003 en er nú loks komin út í íslenskri þýðingu Helga Ingólfssonar undir titlinum Kortabók skýjanna. Hér er ekki rúm til annars en að nefna útgáfu bókarinnar hjá Uglu en hún á vafalaust eftir að vekja áhuga og angurværð hjá mörgum sem muna útkomu bókarinnar fyrir ríflega tuttugu árum og eftirvæntingarinnar sem hún vakti.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...