Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýja leikskólapeysan
Hannyrðahornið 14. ágúst 2014

Nýja leikskólapeysan

Stærð: 1-2 (3-4) ára.
Yfirvídd: 61 cm (68 cm).
Lengd á bol: 22 cm (26 cm).
Ermalengd: 24 cm (28 cm).
Efni: Zara merino ull nr. 1494 5 dokkur.
Zara merino ull nr. 1792 2 dokkur getur líka verið fallegt að hafa rauðan nr. 1493.
Eða Basak nr. 1001 ljósgrár 3 dokkur og 122 rauður 1 dokka. Eða sú litasamsetning sem ykkur finnst fallegust.
Fæst í Fjarðarkaupum og í Bjarkarhóli, Nýbýlavegi 32 í Kópavogi.
Basak fæst víða um land sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4, 40 cm og 60 cm
Sokkaprjónar nr. 4.
Prjónfesta: 10x10xcm = 20 L og 27 umf. slétt prjón .

Aðferð:
Bolur og ermar eru prjónuð í hring.
Við axlarstykki eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlarstykkið prjónað í hring.
Bolur:
Fitjað upp 118 L (128 L) á prjóna nr. 4, 60 cm langa með ljósgráa litnum. Prjóna 5 cm stroff 1 sl og 1 br.
Prjónið nú 1 umf. slétt með ljósgráum.
Að henni lokinni er aukið út í næstu umferð um 6 L jafnt yfir með 21 L millibili.
Prjónið nú mynstur nr. 1 og þegar mynstrinu lýkur er prjónað slétt þar til bolur mælist 22 (26) cm.
Geymið bol og prjónið ermar.

Ermar:
Fitjið upp 36 (40) L með ljósgráa litnum á sokkaprjóna nr. 4, prjónið stroff 1 sl og 1 br 4 cm.
Prjónið 1 umferð með ljósgráum lit, í næstu umf. er aukið út um 6 (8) L með jöfnu millibili.
Prjónið síðan mynstur nr. 1. Þegar mynstri lýkur er prjónað áfram með ljósgráum lit og aukið út um 2 lykkjur á miðri undirermi (1 L eftir fyrstu lykkju og 1 L fyrir síðustu lykkju) í 7 hverri umferð alls 5 sinnum. Þá eiga að vera alls 52-58 L á prjónunum og ermin að mælast 24-28 cm.
Setjið 6-8 lykkjur undir miðermi á hjálparnælu eða band. Prjónið seinni ermi á sama hátt.

Axlarstykki:
Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 4. Setjið 6-8 lykkjur á hjálparnælu undir hvorri hendi, það er fyrstu 3-4 L og síðustu 3-4 L í umferðinni.
Prjónið 59 (64) L af bolnum slétt og setjið þá 6 (8) L á bolnum á hjálparnælu og prjónið jafnframt ermina við, prjónið síðan aðrar 59(64) L af bolnum og prjónið þá hina ermina við.
Nú eiga að vera á prjóninum alls 210-228 L.
Prjónið nú 2 umferðir slétt með ljósgráu, prjónið síðan mynstur nr. 2.
Takið úr samkvæmt skýringarmynd.

Hálslíning:
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4 og prjónið stroff, 1 sl og 1 br 10 umferðir og fellið laust af.

Frágangur:
Lykkið saman undir höndum og gangið frá öllum endum. Skolið flíkina og leggið til þerris.

3 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...