Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi.
Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi.
Mynd / bþ
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi á dögunum þegar 35 pör öttu kappi og spiluðu til úrslita í Síðumúlanum.

Útspilþraut: Þú átt 6 4 3 2 - K T 4 - D T 7 5 - G 3 gegn þremur gröndum. Andstæðingur á hægri hönd opnaði á tígli, stökk svo í 3 grönd eftir laufsögn andstæðings þíns á vinstri hönd. Hverju viltu spila út?

Allt spilið: N/Allir

Magnús fyrrnefndur sat í suður og spilaði út sexunni, hæsta spaðanum, toppi af hundum. Byrjendur hefðu kannski spilað úr tvistinum, fjórða hæsta en Bessi og Maggi spila „Attitude“ í útspili eins og margir lengra komnir, þar sem lágt útspil lofar einhverju bitastæðu í litnum.

Eins og lesendur sjá liggur spaðinn vægast sagt vel fyrir sagnhafa sem endaði með að fá fjóra spaðaslagi eftir útspilið. Spaðafimman reyndist gull eftir útspil Magnúsar! En samgangsvandi og fumlaus vörn Íslandsmeistaranna leiddi eigi að síður til þess að sagnhafi fór tvo niður og gaf 200-kallinn fyrirtaks skor fyrir Íslandsmeistarana.

Mjög góð þátttaka í nýliðabridds

Bridgesamband Íslands býður nýliðum þessar vikurnar upp á að mæta stökum eða með makker öll miðvikudagskvöld klukkan 19 og spila bridds í höfuðstöðvunum, Síðumúla 37.

Þátttaka hefur verið gríðarlega góð og var spilað á 11 borðum í síðustu viku.

Allir eru velkomnir að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Íslands. Hann segir briddsáhuga almennings í hæstu hæðum þessi misserin. Vakningin er ekki síst meðal kvenna og yngri spilara.

Ókeypis er fyrir 20 ára og yngri í nýliðabriddsinn. Aðrir greiða aðeins krónur 1.500 fyrir kvöldið. Að sögn Matthíasar er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja taka ný eða stærri skref í þessari mögnuðu og stórskemmtilegu hugaríþrótt. „Bara að mæta. Um að gera að drífa sig. Það verður tekið vel á móti fólki,“ segir Matthías. Við þetta má bæta að opið hús er alla föstudaga í Síðumúlanum milli klukkan 16 og 19 þar sem briddskennari veitir ráðgjöf í einu og öðru er varðar spilið.

Skylt efni: bridds

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...