Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýi sveitasíminn
Skoðun 12. ágúst 2016

Nýi sveitasíminn

Snjallsíminn er nýi sveitasíminn þar sem allir hlusta og sjá viðburði líðandi stundar. 
 
Fréttir af slæmu ástandi vegakerfisins og miklu álagi á vegi landsins dynja um þessar mundir á samfélagsmiðlunum. Fjöldi ábendinga um bágborið ástand vega og mikla umferð ferðafólks hefur borist ritstjórninni síðustu vikur og mánuði. Ætli við gætum ekki gefið út sæmilegt aukablað þar sem eingöngu væri fjallað um þennan málaflokk.
 
Skýringar á holóttum vegum, einbreiðum brúm og lélegu slitlagi eru eflaust margvíslegar en augljósa svarið er að það þarf að veita meira fjármagni til Vegagerðarinnar. Sú stofnun á örugglega fullt í fangi með að sinna þeim verkefnum sem henni er ætlað að leysa. Í þessu tölublaði er enn og aftur rætt um lélegar girðingar, óhöpp og slysagildrur ásamt lausagöngu búfjár á og í kringum vegi. Með aukinni umferð er því miður vaxandi hætta á slysum. Ferðafólk, jafnvel allskostar óvant íslenskum aðstæðum, er ekki öfundsvert að ferðast um suma staði.
 
Eins og eldur í sinu
 
Snjallsímavæðingin hefur gert það að verkum að alltaf eru einhver krassandi dæmi aðgengileg á samfélagsmiðlunum. Meðal-Jóninn getur tekið mynd og dreift henni um öldur Netsins á ljóshraða. Hvort sem er þvottabretti í Þistilfirði eða örtröð ferðamanna í vegkanti á Sólheimasandi þá er fréttin fljót að berast. Sumir eru svo vinsamlegir að „tagga“ þingmenn í viðkomandi héraði og fyrr en varir er þráðurinn orðinn langur og „lækin“ mörg. Þrýstingur sem þessi virkar. Það er orðinn hluti af okkar samskiptavenjum að fólk dreifi upplýsingum sem þessum og tjái sig í orðum um öll möguleg málefni.
 
Til ýmissa hluta nytsamlegir
 
Símarnir eru til fleiri hluta nytsamlegir. Ungir bændur hafa náð frábærum árangri við að kynna sín störf í gegnum Snapchat og myndasamkeppni þar sem ferðaþjónustan og landbúnaðurinn taka höndum saman og kennd er við Sumarilm fer fram á Instagram. Við höfum séð margar myndir úr verslunum þar sem almenningur notar símana við verðlagseftirlit. Myndir af innkaupastrimlum og alls kyns vörum á mismunandi verði dúkka reglulega upp á Facebook og Instagram. Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um MS blossaði upp mikil reiðibylgja á samfélagsmiðlunum – fólk var hvatt til að velja aðrar vörur og sniðganga fyrirtækið. Svona lagað getur skapað aðhald og upplýst aðra neytendur um allt mögulegt. Vissulega nýr veruleiki sem allir verða að aðlagast, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
 
Rúlluplastið skaðar ásjónu sveitanna
 
Aðsend grein í þessu tölublaði fjallar um sóðaskap í sveitum og skaðsemi rúlluplasts úti í náttúrunni. Framtakssamur einstaklingur norður í landi er búinn að fá sig fullsaddan af flaksandi rúlluplasti á girðingum og gömlum rúllum sem liggja í kös, engum til gagns en flestum til ama. Hann er búinn að stofna sérstaka Facebook-síðu þar sem hann og fleiri geta sett inn myndir af „sóðaskap til sveita“. Það verður að segjast eins og er að myndirnar þarna inni eru ekki til að efla ímynd íslensks landbúnaðar. Langflestir bændur eru með þessa hluti í lagi en því miður er á nokkrum stöðum pottur brotinn. Þessu verður að kippa í liðinn. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...