Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Þórarinn Eymundsson, Sigríður Gunnarsdóttir ásamt börnum sínum, þeim Eymundi Ás, Þórgunni og Hjördísi Höllu.
Þórarinn Eymundsson, Sigríður Gunnarsdóttir ásamt börnum sínum, þeim Eymundi Ás, Þórgunni og Hjördísi Höllu.
Mynd / Aðsendar
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur einnig fylgst með fjölskyldunni á Instagram-reikningi Bændablaðsins á næstu dögum.

Býli? Nautabú í Hjaltadal.

Sigríður í hrossastóðinu á fallegum degi í Hjaltadal. Hér fremst stendur með henni hryssan Fagra frá Prestbæ.

Ábúendur? Þórarinn Eymundsson hrossabóndi, tamningamaður og reiðkennari. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur og prófastur.

Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Við eigum þrjú börn; Eymund Ás, sem er fluttur að heiman, en heimasæturnar eru Þórgunnur og Hjördís Halla. Svo er það tíkin Ýra og kötturinn Pardus.

Stærð jarðar? Það fer eftir því hvernig er talið. Um 150 hektarar afgirtir en með Nautabúshnjúknum og dalnum eru það um 800. Gerð bús? Hrossabúskapur og skógrækt.

Fjöldi búfjár? Um það bil 40 hross.

Hvers vegna veljið þið þessa búgrein? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hestum og þegar ég sá tækifæri á að lifa af áhugamálinu var ekki aftur snúið.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgungjafir klukkan 07.00 og svo fær mannskapurinn sér morgunverð áður en haldið er til annarra verka sem snúast um að hirða og þjálfa hrossin og mögulega gefa útiganginum. Svo er alltaf eitthvað auka sem fellur til eins og gengur í sveitinni. Alltaf gott þegar búið er að ganga frá í hesthúsinu fyrir kl. 18.00. Ég fer líka einn dag í viku að kenna reiðmennsku við Hólaskóla sem er hér í dalnum. Svo er það þriðja vaktin sem vill stundum gleymast.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að þjálfa bestu hestana í góðu veðri, gefa stóðinu og horfa á ungviðið. Að heilsa upp á nýfædd folöldin toppar samt allt. Leiðinlegast er að troða rúlluplastinu í stórsekki.

Þórarinn er hér með tíkinni Ýru og hryssunni Dáð frá Hestkletti. Fjölskyldan kennir hrossaræktina sína við Hestklett sem er örnefni á gömlum ferjustað við Héraðsvötnin.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Að búa í dreifbýli er dásamlegt en á móti kemur að mikill tími fer oft í bílferðir og hækkandi kolefnisgjöld eru ekki að hjálpa dreifbýlisfólkinu.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Heilsusamleg vinna sem er mikið tengd náttúrunni. Gaman að vinna með dýr og hafa frjálsan vinnutíma.

Hverjar eru áskoranirnar? Mikil vinna og hestarnir þurfa daglega fóðrun og umönnun eins og önnur dýr.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Reyna að rafvæða meira og virkja bæjarlækinn. Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Það er ekki gott að segja en ég held að það sé góð framtíð í hestamennskunni því markaðurinn fer stækkandi þó sala á hrossum sé sveiflukennd. Mjólkurframleiðslan er í frekar góðri stöðu miðað við framleiðslu á kjöti og grænmeti. Íslendingar þurfa að gera það upp við sig hvort þeir vilji borða íslenskt kjöt og grænmeti eða flytja bara meira og meira inn. Íslenskar landbúnaðarvörur eru að okkar mati mjög hollar miðað við margt af því sem verið er að flytja inn. Aðbúnaður íslenskra dýra er líka almennt betri en víða erlendis sem þarf líka að taka með í reikninginn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar búið er að heimta öll hrossin af Kolbeinsdalnum í Laufskálarétt.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...