Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Ólafsson með lömbin og Rökkvu. Frosti er svartbotnóttur flekkóttur og Fannar er svartbotnóttur.
Sigurður Ólafsson með lömbin og Rökkvu. Frosti er svartbotnóttur flekkóttur og Fannar er svartbotnóttur.
Mynd / Helga Þórelfa Davids
Fréttir 15. janúar 2024

Nýárslömbin Frosti og Fannar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ærin Rökkva á bænum Stafafelli, skammt frá Höfn í Hornafirði, gerði sér lítið fyrir og bar tveimur hrútlömbum milli jóla og nýárs.

Lömbin hafa fengið nöfnin Frosti og Fannar. Það merkilega er að Rökkva bar einnig 30. janúar síðasta vetur og hefur því borið tvisvar sinnum á sama ári. Þá átti hún svartbotnótt flekkótta og svartflekkótta gimbrar, sem voru báðar settar á í haust.

„Það er alltaf gaman að fá lömb, ekki síst svona í skammdeginu. Þau lífga upp á hversdagsleikann og svo tekur alvöru sauðburður við í vor, það er alltaf frábær tími,“ segir Helga Þórelfa Davids bóndi, en hún og maður hennar, Sigurður Ólafsson, eru með um 350 vetrarfóðraðar kindur á bænum. Á heimilinu er líka ástralski fjárhundurinn Baldur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...