Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 1. apríl 2022

Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mikil nýliðun varð á stjórn Bændasamtaka Íslands sem var kjörinn á Búnaðarþingi í dag.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum, Jón Örn Ólafsson á Nýjabæ, Reynir Þór Jónsson á Hurðabaki og Trausti Hjálmarsson , Austurhlíð komu ný inn í aðalstjórn.

Halldóra Kristín Hauksdóttir, Sveinbjarnagerði í Svalbarðshreppi og Halla Eiríksdóttir, Hákonarstöðum á Jökuldal, voru endurkjörnar í aðalstjórn.

Oddný Steina Valsdóttir og Hermann Ingi Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Fyrir þingið hafði Gunnar Þorgeirsson verið endurkjörinn formaður Bændasamtakanna til næstu tveggja ára.

Við sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtakana á síðasta ári var ákveðið að fjölga um tvo í stjórn BÍ. Við það fjölgaði varastjórnarmönnum úr fimm í sjö.

Í varastjórn voru kosin Guðmundur Svavarsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Haukur Marteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Helgi Helgason og Sigurður Þór Guðmundsson.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...