Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mynd / Jón Jónsson
Líf og starf 17. nóvember 2017

Ný, reykt og söltuð svið og rjúkandi sviðalappir

Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta er í sjötta skipti sem sviðaveisla er haldin og var húsfyllir á skemmtuninni. 
 
Gestir gæddu sér á nýjum, reyktum og söltuðum sviðum, rjúkandi heitum sviðalöppum og nýrri og reyktri sviðasultu. Í eftirrétt var síðan Sherry-frómas, ávaxtagrautur og hinn sívinsæli blóðgrautur sem er jafnan á boðstólum. Reyktu og söltuðu sviðin koma frá Húsavíkurbúinu við Steingrímsfjörð og það eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson sem verka þau. 
 
Margir leggja hönd á plóg
 
Að venju sáu heimamenn um veislustjórn og skemmtiatriði, Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli, var veislustjóri og Skagfirðingurinn og Strandamaðurinn Eiríkur Valdimarsson á Hólmavík var ræðumaður kvöldsins. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson í Hveravík sáu um tónlistaratriði og skemmtisögur.
 
Allt var það ljóm­andi vel heppnað og bráðskemmtilegt. Margir leggja hönd á plóginn við undirbúning veislunnar. Öll sú fyrirhöfn er unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um þá sem troða upp.  Fyrir það eru forsvarsmenn Sauðfjársetursins þakklátir. 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...