Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd
Fréttir 15. desember 2014

Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  fyrir skömmu reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar.

Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. 

Í reglugerðinni er fjallað um almennar meginreglur, kröfur og skyldur er varða matvælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Meðal breytinga sem gerðar eru á núgildandi reglum má nefna að kröfur eru gerðar um betri læsileika á umbúðum, skýrari reglur um upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í matvælum, kröfur um tilteknar næringarupplýsingar á forpökkuðum matvælum og kröfur um upprunamerkingar á kjöti.

Reglugerðin gildir um stjórnendur matvælafyrirtækja á öllum stigum matvælaferlisins þegar starfsemi þeirra varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru lokaneytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús afgreiða og matvæli sem ætluð eru fyrir stóreldhús.

Reglugerðin mun taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Matvæli sem sett eru á markað eða merkt fyrir 13. maí 2015 og eru merkt í samræmi við núgildandi reglugerðir og uppfylla ekki kröfur nýju reglugerðarinnar, má setja á markað á meðan birgðir endast.

Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...