Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Mynd / Tony Silva
Fréttir 8. júlí 2017

Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. 
 
Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum.
 
Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. 
 
DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan.
 
Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...