Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Mynd / Kristófer Knutsen
Fréttir 23. júlí 2020

Ný brú yfir Eyjafjarðará heitir Vesturbrú

Höfundur: MÞÞ
Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðar­ár, Vesturbrú, var tekin í notkun með hátíðlegri athöfn fyrir skemmstu. Brúin hlaut nafnið Vesturbrú en hátt í 60 tillögur bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Þeir voru nokkrir sem lögðu þetta nafn sem varð fyrir valinu til.
 
Ráðherra klippti á borða
 
Dagskráin hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis og með í þeirri för var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra en hann klippti á borðann í athöfninni.  Karlakór Eyjafjarðar söng og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp.
 
Framkvæmdir gengu vel
 
Brúin er ríflega 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi. Heildarlengd nýrra malarstíga hvort sínum megin við brúarstæði eru um 600 metrar. Framkvæmdir hófust síðla árs 2019 og gengu vel. Í þeim fólst einkum stígagerð að brúarstæði og sjálf brúarsmíðin. Niðurrekstur staura undir brúarstöpla hófst í mars síðastliðnum og lauk steypuvinnu og frágangi nú í júní. Samhliða smíðinni hófust framkvæmdir við Hólasandslínu 3 með því að leggja ídráttarrör fyrir jarðstreng meðfram brúnni. 
 
Mikil samgöngubót
 
Nýja brúin er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk og nýtist jafnt gangandi, ríðandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa sunnar vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.  Verkefnið var unnið í samstarfi Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets. 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...