Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nútímavæðum vélasölu
Mynd / HKr.
Lesendarýni 30. október 2020

Nútímavæðum vélasölu

Höfundur: Bændadeild II Landbúnaðarháskóla Íslands

Hvaða leið er best að fara þegar fjárfesta á í nýju eða notuðu landbúnaðartæki? Í dag þegar fólk kaupir sér bíl eða tölvu fer það beinustu leið inn á heimasíður söluaðila og sér þar allt vöruúrval og verð. Þegar kemur að landbúnaðartækjum er sagan önnur. 

Einhvern veginn hefur markaður á landbúnaðartækjum dregist aftur úr og ekki þurft að standa undir sömu kröfum og álíkar síður. Heimasíður þessar veita takmarkaðar upplýsingar og oftar en ekki leiða þær notandann inn á erlendar umboðssíður. Til þess að fá einhverjar upplýsingar þarf yfirleitt að hringja í umboðin. Viljum við ekki geta valið þau tæki sem við viljum kaupa áður en söluferlið hefst við sölumann? Sölumaðurinn hefur eigin hagsmuna að gæta og reynir ef til vill að hvetja til kaupa á dýrustu tækjunum. Neytandinn ætti að geta gert upp hug sinn á auðskiljanlegri heimasíðu sem hefur allar upplýsingar tilbúnar, frekar en í símtali við sölumann. 

Framtíðarsýnin er sú að notandi ætti að geta unnið sína forvinnu heima á vandaðri heimasíðu, borið saman verð í íslenskum krónum, tæknilegar upplýsingar tækja og hvort þau henti hans þörfum og þannig sparað tíma fyrir bæði sig og sölumanninn.

Við erum algjörlega viss um það að með betri framsetningu upplýsinga munu bæði sölumenn og neytendur hagnast þar sem neytendur geta gert upplýstari kaup og sölumenn geta betur komið á framfæri vöruúrvali sínu.

Með þessu áframhaldi gætu íslenskir bændur farið að horfa framhjá íslenskum söluaðilum og farið beint í erlenda söluaðila. Er þetta framtíðin sem við viljum sjá? Nei, við viljum geta verslað við íslenska söluaðila sem veita okkur örugga og ábyrga þjónustu. 

Bændadeild II 

Landbúnaðarháskóla Íslands

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...