Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Núpur III
Bóndinn 12. janúar 2018

Núpur III

Á Núpi III undir Vestur-Eyja­fjöllum búa Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir. 
 
Býli: Núpur 3.  
 
Staðsett í sveit: Vestur-Eyjafjöllum.
 
Ábúendur: Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmars­dóttir ásamt erfða­prinsinum Sverri Guðmundssyni og Ástu Þorsteinsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ættarhöfðinginn Guðmundur og kona hans, Berglind, eiga saman þrjá krakka; Hilmar Hauk, 35 ára, Unu Björgu, 30 ára og ættarlaukinn Sverri, 28 ára. 
Einnig eru á bænum hundurinn Skotta, hvolparnir Tása og Aamundsen og tveir fjósakettir sem hafa aldrei komið inn í fjós.
 
Stærð jarðar?  Um 220 hektarar af undirlendi og tæpir 3000 ha af heiðarlöndum.
 
Gerð bús? Kúabú með sauðfjár­áhugamál.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr plús uppeldi. Um 200 nautgripir í heildina, 80 ær, hrútarnir Bergur og Halldór og fimm hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Vaknað um hálf sjö og mjólkað, fjósið skúrað, gefið eftir þörfum og sinnt því sem þarf að sinna þess á milli, jafn misjafnt og dagarnir eru margir. 
Endað á kvöldmjöltum og almennu eftirliti í hús og haga.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema þegar eitthvað er bilað. En sumum finnst mjög leiðinlegt að valsa bygg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búið að stækka gamla fjósið um helming fyrir uppeldi, byggja vélageymslu, íbúðarhús, hesthús, kjötvinnslu og endurnýja gamla Zetorinn. Gefum þessu sex ár.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur sjálfir mættu vera duglegri við að hafa áhrif á sín hagsmunasamtök.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef fólk spáir í það hvaðan maturinn kemur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ætli það verði ekki að vera lambakjötið og einhverjar mjólkurafurðir.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, smjör, ostur, laukur, gulrætur og mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt sem fæst úr moldinni í heimabyggð, kjöt og grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fluttum kýrnar yfir í nýja fjósið í apríl 2015 og vorið 2010 þegar eldfjallið í bakgarðinum gaus.
 
Eyjafjallajökull byrjaður að gjósa í bakgarðinum vorið 2010.

7 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f