Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október.
Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október.
Á faglegum nótum 22. október 2019

Nóvemberkaktus – vinsæl vetrarprýði

Höfundur: Telma Halldórsdóttir

Nóvemberkaktus, Schlum­bergera truncata, hefur verið vinsæl pottaplanta í tugi ára og eflaust muna margir eftir honum sem risastórum, hangandi með glæsilegum, tvöföldum, túbulaga blómum heima hjá ömmu. Hann er auðveldur í ræktun og er allur hinn glæsilegasti.

Ræktaðir hafa verið margir blendingar nóvemberkaktusa og hinna skyldu desember­kaktusa sem blómstra á mismunandi tímum og mörgum litum. Það dásamlega er að þeir blómstra þegar flestar aðrar blómstrandi inniplöntur eru komnar í vetrarfrí.

Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt.

Heimkynni í Brasilíu

Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt. Náttúruleg heimkynni eru rakir skógar strandfjalla í suðaustur­hluta Brasilíu. Þar vex hann í 700–1000 metra hæð yfir sjávarmáli á skuggsælum, rökum stöðum sem ásæta á trjám og klettum. Því þarf að huga vel að því að veita honum nægan raka og gott vatnsfrárennsli.

Almenn umhirða

Kjörin staðsetning fyrir nóvember­kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós. Ef hann er berskjaldaður fyrir sól brenna laufin og verða rauðleit. Ef hann er nærri norður- eða austurglugga þurfum við síður að hafa áhyggjur af því. Ákjósanlegt rakastig er í kringum 60% sem sjaldan næst í okkar þurra stofulofti. Því þurfum við að leita leiða til að veita honum nægan loftraka. Hægt er að staðsetja undirskál með vikri undir pottinn sem vökvunarvatnið lekur í. Þá gufar vatnið upp með tímanum og leikur um plöntuna. Vikurinn í undirskálinni kemur í veg fyrir að rætur plöntunnar liggi í vatni og rotni. Önnur aðferð til að auka loftrakann er að úða hana með vatni. Umpottað er sjaldan því ræturnar mega búa fremur þröngt. Tími umpottunar er í mars. Sem pottaplanta í heimahúsum þarf að hafa loftríka moldarblöndu, til að mynda 60% gróf mold og 40% vikur. Ólíkt öðrum kaktusum ætti nóvemberkaktus ekki að þorna milli vökvana nema ef til vill að lokinni blómgun. Vökvað er vel á vaxtartíma og þegar vökvað er þarf að leyfa vatninu að leka vel af.

Örvun blómmyndunar

Kjörin staðsetning fyrir nóvember­kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós.

Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október. Kaktusinn er settur í almyrkvun í um 13 tíma á sólarhring en hafður í góðri birtu þess á milli. Miðað við birtumagn hérlendis á þessum árstíma er líklega óþarfi að færa hann og huga einungis að hitastiginu. Staðurinn þarf að vera svalur. Þegar blómbrum sjást er valinn staður þar sem hann fær að vera óhreyfður því brumin eru viðkvæm og falla auðveldlega af.

Meðan blómbrum myndast og út blómgunartímann ætti að gefa blómaáburð sem inniheldur nitur í lágmarki en meira af fosfór og kalí. Eftir blómgun er komið að svokölluðum „hvíldartíma“ kaktussins, þá má hann þorna milli vökvana.

Auðveldur í fjölgun

Ef plantan hefur tilhneigingu að verða gisin er kjörið að taka nokkra stilka með 2–3 „blöðum“. Þá þéttir plantan sig og maður getur fjölgað henni með græðlingum. Þetta þarf að gerast á vorin, svona um það leyti sem plantan er að hefja nýtt vaxtartímabil, í apríl/maí. Það tekur aðeins örfáa daga að þurrka græðlingana svo skurðarsárin grói og rætur myndast auðveldlega. Eftir nokkrar vikur hafa myndast nýjar smáplöntur sem gefa má vinum og vandamönnum, til mikillar gleði og ánægju.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...