Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Notkun dróna í kornrækt
Utan úr heimi 19. september 2023

Notkun dróna í kornrækt

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að drónar séu nýttir til ýmissa verka í landbúnaði í þeim tilgangi að spara tíma og vinnu ásamt því að auka sjálfvirkni.

Á vef breska blaðsins Farmers weekly má lesa um tilraunir og reynslusögur breskra bænda við notkun dróna við sáningu, úðun og áburðardreifingu í kornrækt.

Drónarnir hafa nýst þeim vel í ýmis verk, t.d. að fylgjast með vaxtarhraða, rakastigi og framgangi uppskeru á ökrum þeirra sem sumir hverjir eru fleiri hundruð hektarar að stærð. Slíkt eftirlit hefur áður tekið þá nokkra daga í vinnu sem þeir vinna nú á nokkrum klukkustundum. Með slíku eftirliti er auðveldara að ákvarða magn áburðargjafar og hvort, þá hversu mikið, þarf að vökva. Sumir hafa einnig nýtt drónana til dreifingar á áburði og til vökvunar á einstaka svæðum, sérstaklega svæðum sem eru erfið yfirferðar.

Nýtast vel á slæmu undirlagi

Drónarnir nýtast sérstaklega vel þegar undirlag er ekki gott, t.d. jarðvegur er blautur og viðkvæmur. Þeir sem hafa prófað notkun dróna við sáningu telja kostina vera tímasparnað auk þess sem auðveldara er að komast um án þess að eiga á hættu að skemma eða eyðileggja landið þegar ekið er um á þungum tækjum. Að ótöldum sparnaði í eldsneytiskostnaði.

Drónarnir störfuðu á meðalhraða 7,7 m/sek og höfðu allt að 25 kg burðargetu. Við bestu mögulegu aðstæður, þá sérstaklega þegar vindhraði er ekki of mikill, geta drónarnir náð allt að 12 m/sek í hraða. Það gæti jafngilt sáningu á 20 ha landi á einni klukkustund.

Einfaldir í notkun

Drónarnir eru fáanlegir í mismunandi stærðum með mismikilli burðargetu. Þeir eru tiltölulega einfaldir í notkun og er stjórnað með smáforriti í farsíma eða spjaldtölvu. Í ljósi þess hversu vinsælir drónarnir hafa orðið við störf í landbúnaði hefur landbúnaðarháskóli í Bretlandi hafið kennslu við skólann á notkun dróna í landbúnaði.

Gallarnir eru hins vegar þeir að lög og reglugerðir stjórnvalda um notkun dróna í landbúnaði er langt á eftir tækninni og hafa breskir bændur kvartað undan seinagangi stjórnvalda við að uppfæra reglugerðina svo hægt sé að nýta tæknina við landbúnaðar- störf. Takmarkanirnar snúa aðallega að því með hvaða efni drónarnir mega fljúga með en nú virðast stjórnvöld vera í þeirri vinnu að uppfæra reglugerðirnar í takt við tímann.

Skylt efni: kornrækt

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f