Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þegar skoðaðar eru tegundir og yrki grasa sem skráð er notkun á síðustu fimm árin má sjá að vallarfoxgras hefur yfirburði yfir aðrar tegundir.
Þegar skoðaðar eru tegundir og yrki grasa sem skráð er notkun á síðustu fimm árin má sjá að vallarfoxgras hefur yfirburði yfir aðrar tegundir.
Mynd / Borgar Páll
Á faglegum nótum 28. mars 2024

Notkun á grastegundum og yrkjum síðustu fimm ára

Höfundur: Elena Westerhoff og Þórey Gylfadóttir, ráðunautar

Undanfarin ár hefur það verið hluti af lögbundnu skýrsluhaldi í jarðrækt að skrá ræktun í forritinu Jörð og það felur m.a. í sér skráningu á þeim tegundum sem sáð er ásamt yrkjum þeirra.

Ýmist er verið að sá tilbúnum sáðblöndum eða að bændur blanda sjálfir þeim tegundum og yrkjum sem þeir kjósa að sá hverju sinni. Þær tegundir nytjagrasa sem mest eru notaðar eru vallarfoxgras, vallarrýgresi, vallarsveifgras og hávingull en eitthvað er notað af öðrum tegundum, mismikið eftir árum. Munur er á því hvort og hvað mikið þessar helstu tegundir eru notaðar í tilbúnum blöndum eða keyptar stakar.

Því miður er það ekki þannig hér á landi að skylda sé að prófa tegundir og yrki við íslenskar aðstæður áður en heimilt er að bjóða fræ af þeim til sölu en slíkt þekkist erlendis frá. Með slíku fyrirkomulagi yrði að tryggja fjármagn til yrkjaprófana en ekki má gleymast að slíkar prófanir eru mjög mikilvægar og nauðsynlegt er að þær séu gerðar og þær fjármagnaðar. Gras er ekki bara gras og þau fóðurgrös sem verið er að sá hafa ólíka eiginleika auk þess sem yrki innan hverrar tegundar geta líka haft ólíka eiginleika. Mikilvægt er því að ígrunda vel val sitt þegar sáningar vorsins eru skipulagðar í samhengi við fræframboð fræsala. Í ritinu Nytjaplöntur á Íslandi, sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands á hverju ári, er birtur listi yfir tegundir og yrki sem hafa verið prófuð hér á landi og jafnframt er hægt að finna umsögn um þau í samræmi við útkomu þeirra úr tilraunum. Í viðaukum ritanna má auk þess finna ráðlagt sáðmagn helstu tegunda ásamt lista yfir yrki þeirra túngrasa sem prófuð hafa verið í tilraunum frá árinu 1986. Mikilvægt er að sáðmenn kynni sér niðurstöður tilrauna, og reynslu af einstöku yrkjum, samhliða frækaupum.

Forritið Jörð geymir upplýsingar sem þar eru skráðar og hægt er að kalla fram ýmislegt sér til glöggvunar sem þangað hefur ratað. Hægt er að sjá hvort að tegundum og yrkjum hefur verið sáð sem hluta af blöndu eða ekki, en þar sem ekki skylt að skrá sáðmagn þegar ræktun er skráð eru þær upplýsingar ekki tiltækar í öllum tilfellum. Því var ákveðið að nota ráðlagt sáðmagn fyrir hverja tegund í samræmi við upplýsingar þar um í ritinu Nytjaplöntur á Íslandi og til að nálgast hlutfallslega notkun tegunda og yrkja var auk þess stuðst við fjölda hektara (ha) sem sáð var í. Grastegundir sem sáð var sem hluta af smárablöndum eru hér teknar með en belgjurtunum verða gerð sérstaklega skil hér í Bændablaðinu síðar í vor. Vert er að hafa í huga að gögnin verða aldrei betri en upprunalegu skráningarnar í Jörð. Mikilvægt er hafa í huga þessa fyrirvara, sem hér hafa verið nefndir þegar gögnin eru skoðuð.

Taflan sýnir hlutfall (%) þeirra fjögurra tegunda sem mest eru notaðar, hávingull, vallarsveifgras, vallarfoxgras og vallarýgresi, sem hlutfall af heildar notkun fyrir hvert ár fyrir sig. Fyrir hvert ár er tekið saman hlutfall tegundar sem var hluta af tilbúnum blöndum. Hlutfall yrkja af hverri tegund sem eru í Nytjaplöntur á Íslandi sama hvort að yrkið var í fyrirfram tilbúnum blöndum eða ekki.

Þegar skoðaðar eru tegundir og yrki grasa sem skráð er notkun á síðustu fimm árin (2019-2023) má sjá að vallarfoxgras hefur yfirburði yfir aðrar tegundir og þessi fimm ár hefur hlutfall þess ekki farið undir 65% ef miðað er við sáningar grasa hvers árs (sjá töflu). Það er mjög ánægjulegt að sjá að þau yrki sem verið er að bjóða til sölu og nota af vallarfoxgrasi eru öll á lista sem mælt er með til notkunar á í ritinu Nytjaplöntur á Íslandi. Mikið stökk er frá vallarfoxgrasi yfir í þá tegund sem er næst mest notuð og ekki mikill munur á milli hinna þriggja megin tegunda öll árin. Tilhneigingin er samt sú að á eftir vallarfoxgrasinu komi vallarrýgresið en á síðust fimm árum hefur hlutdeild vallarrýgresis mest farið upp í 12% af sáðum grastegundum, hvort sem er í tilbúnum blöndum eða sér. Hávingull og vallarsveifgras eru svo með mjög svipaða notkun en þó örlítið breytilegt milli ára hvor tegundin er minna notuð. Þegar horft er notkun á þessum þremur tegundum sem koma á eftir vallarfoxgrasi, eftir árum og hlutfall yrkja á lista yfir reynd yrki í Nytjaplöntum að þá er því miður ekki það sama upp á teningnum eins og með vallarfoxgrasið þó að nokkur breytileiki sé milli ára. Prófuð og ráðlögð yrki af vallarrýgresi hafa verið milli 59 og 67 prósent síðust fimm árin og ekki sérstök tilhneiging til aukningar eða minnkunar. Sambærilegt hlutfall yrkja af vallarsveifgrasi hefur verið frá 11-42% en mest var notað af reyndum yrkjum árið 2021. Varðandi hávingulinn að þá er mjög athyglisvert að þróunin þar síðust fimm árin er mjög slæm hvað varðar notkun á reyndum yrkjum en hlutfallið var hæst 40% árið 2020envar3%árið2022og6%á síðasta ári. Vert er að benda á að þó svo að yrki sé ekki á lista yfir reynd yrki í Nytjaplöntur á Íslandi að þá er það ekki þar með sagt að þau séu ónothæf. Hins vegar hafa þau ekki verið prófuð eða reynd hér á landi og því engin vissa fyrir því hvernig þau reynast við íslenskar aðstæður en slíkt eru mjög mikilvægar upplýsingar fyrir bændur.

Hægt er að kaupa grasfræ bæði í tilbúnum blöndum og ein og sér og þá hægt að blanda sjálfur saman þeim tegundum og yrkjum sem menn kjósa helst. Blöndur ólíkra tegunda og yrkja geta gefið mjög góða raun ef meðvitað er horft á eiginleika plantnanna og þær settar saman þannig að þær séu líklegar til að vega hvort aðra upp svo sem í tíma eða rúmi eða varðandi aðra sérstaka eiginleika. Þegar horft er á notkun á þessum fjórum algengustu grastegundum þá sést að hávingull er lang mest aðeins notaður í tilbúnar blöndur og svipað á við varðandi vallarsveifgrasið en notkun þess í tilbúnum blöndum hafði aðeins aukist í lok þessar fimm ára tímabils samanborið við upphaf þess. Vallarrýgresið var notað um það bil til helminga í tilbúnum blöndum á árunum 2019-2021 (47-54%) en árið 2022 var hlutfall þess í tilbúnum blöndum komið í 73% en í fyrra var það 66%.

Eins og hefur komið fram er langmest notað af vallarfoxgrasi, hvort sem er í tilbúnum blöndum eða selt sér. Þegar horft er á notkun á einstöku yrkjum á þessu fimm ára tímabili að þá sést að öll árin er það Snorri sem mest er nýttur og þar á eftir kemur Tuukka og svo Tenho nema árið 2022 var Rakel meira notuð en Tenho en notkun á yrkinu Rakel sveiflast mikið á þessum árum sem hér eru skoðuð. Hér þarf að hafa í hugsa að framboð hjá fræsölum til bænda getur verið að koma hér fram sem sveiflur í notkun á einstaka yrkjum. Auk þess getur framboð til birgja á Íslandi haft hér áhrif. Hægt er að sjá notkun á yrkjum af vallarfoxgrasi milli ára á kökuritunum en nokkrar sveiflur eru milli ára á hlutdeild einstakra yrkja. Nokkur yrki eru mjög lítið notuð á hverju ári og þau sem eru allra minnst notuð voru sett saman í flokk til einföldunar en yrki í þeim flokki geta þó verið mismunandi milli ára en hægt er að lesa út úr kökuritunum hver þau eru.

Brýnt er að vera sér meðvitaður umvaláfræiþarsemþaðereittaf grunnþáttum endurræktunarinnar og er þáttur sem hægt er að stjórna. Mikilvægt er að fræsalar á Íslandi leggi sig alla fram um að bjóða fræ til bænda sem hefur verið prófað og reynst vel en þá er líka ekki síður mikilvægt að gerðar séu yrkjaprófanir hér á landi og að bændur séu meðvitaðir um mikilvægi þessa og að mikill munur geti verið á milli yrkja sömu tegundar. Frækostnaður einn og sér er mjög lítill hluti af kostnaði við endurræktun og bændur ættu ekki að horfa til ódýrasta kostsins, í sjálfu sér, nema að ljóst sé að hann sé betri eða jafngóður og annað sem í boði er. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins veitir ráðgjöf varðandi val á sáðvöru og öðru sem lýtur að endurræktun.

1. Kökuritið sýnir þau vallarfoxgrasyrki sem notuð voru árið 2019 sem hlutfall (%) af heildarnotkun á vallarfoxgrasi það árið. Yrki sem voru notuð í óverulegu magni eru sett saman í flokk.

2. Kökuritið sýnir þau vallarfoxgrasyrki sem notuð voru árið 2020 sem hlutfall (%) af heildarnotkun á vallarfoxgrasi það árið. Yrki sem voru notuð í óverulegu magni eru sett saman í flokk.

3. Kökuritið sýnir þau vallarfoxgrasyrki sem notuð voru árið 2021 sem hlutfall (%) af heildarnotkun á vallarfoxgrasi það árið. Yrki sem voru notuð í óverulegu magni eru sett saman í flokk.

4. Kökuritið sýnir þau vallarfoxgrasyrki sem notuð voru árið 2022 sem hlutfall (%) af heildarnotkun á vallarfoxgrasi það árið. Yrki sem voru notuð í óverulegu magni eru sett saman í flokk.

5. Kökuritið sýnir þau vallarfoxgrasyrki sem notuð voru árið 2023 sem hlutfall (%) af heildarnotkun á vallarfoxgrasi það árið. Yrki sem voru notuð í óverulegu magni eru sett saman í flokk.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...