Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ríkisstjórnin svaraði með því að bjóða landbúnaði lægri tekjuaukningu en hjá öðrum hópum og þá var enginn möguleiki fyrir okkur að verða sammála um búvörusamninga,“ segir Lars Petter Bartnes, formaður norsku bændasamtakanna.
Ríkisstjórnin svaraði með því að bjóða landbúnaði lægri tekjuaukningu en hjá öðrum hópum og þá var enginn möguleiki fyrir okkur að verða sammála um búvörusamninga,“ segir Lars Petter Bartnes, formaður norsku bændasamtakanna.
Mynd / Håvard Zeiner
Fréttir 1. júní 2017

Norsku bændasamtökin slitu viðræðum um búvörusamningana

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Forsvarsmenn norsku bænda­samtakanna slitu á dögunum viðræðum við þarlend stjórnvöld um búvörusamningana 2018 og eru bændur afar ósáttir við landbúnaðarráðherrann, Jon Georg Dale. Eftir viðræðuslitin tóku bændur sig saman um allt land ásamt bændasamtökunum og mótmæltu á ýmsa vegu, með því að stilla upp traktorum og heyrúllum með áletrunum á við þjóðvegi, keyrðu fylktu liði með traktora á aðalgötum í stærri bæjum, límdu staðreyndalímmiða á vörur bænda í verslunum og lokuðum leiðum inn á lagersvæði hjá stærstu matvöruverslanakeðjunum.
 
„Ríkisstjórnin sýnir engan vilja til að leggja áherslu á landbúnaðinn og fer ekki eftir stefnu í landbúnaðarmálefnum sem þingið hefur sett sér. Við getum því ekki skrifað undir samning um landbúnað sem beinlínis veikir norska matvælaframleiðslu,“ segir Lars Petter Bartnes, formaður norsku bændasamtakanna. 
 
Óásættanlegt tilboð
 
Forsvarsmenn bænda áttu í samn­inga­viðræðum við ríkið í tvær vikur og daginn áður en viðræðurnar hófust samþykkti þingið nýja stefnu í málefnum landbúnaðarins þar sem aðalmarkmið var að auka norska matvælaframleiðslu sem byggði á norskum úrræðum. Á sama tíma var samþykkt í þinginu að minnka tekjubilið á milli landbúnaðar og annarra starfsgreina og því finnst forsvarsmönnum bænda tilboð ríkisins skjóta skökku við nýleg fyrirheit. 
 
„Ríkisstjórnin svaraði með því að bjóða landbúnaði lægri tekjuaukningu en hjá öðrum hópum og sýndu engan vilja til að mæta okkur með þennan lið í samningaviðræðunum og þá var engin möguleiki fyrir okkur að verða sammála um búvörusamninga. Þeir svöruðu ekki heldur kröfu okkar um að leggja áherslu á lítil og meðalstór bú en ákváðu þess í stað að taka peninga frá einum bónda og gefa öðrum sem er óásættanlegt,“  segir Lars Petter en nú fer málið til meðhöndlunar í þinginu.
 
Einn milljarður á milli
 
Lars Petter undirstrikar að sú skipting sem ríkið sér fyrir sér geri norskum landbúnaði ekki gott því nú þurfi hann stefnu til þess að halda öllum búum í rekstri. 
 
Búnaðarsambandið í Snertingdal sýndi samstöðu með bændum á þennan hátt við þjóðveginn. – „Enginn matur án bænda.“
 
„Það er um einn milljarður norskra króna í mun á milli okkar krafna og þess sem ríkið er til í að koma til móts við bændur. Við kröfðumst ramma upp á 1.450 norskar krónur en ríkið bauð upp á um 450 milljónir. Þetta þýðir tekjuaukningu upp á 2,25% á meðan aðrar starfsstéttir eiga von á um 3,1% í tekjuaukningu sem þýðir að bændum var boðið 8.100 norskar krónur í aukningu á ársverk á meðan aðrar stéttir munu auka innnkomu sína um 16.700 norskar krónur á hvert ársverk, eða helmingi meira en bændur,“ útskýrir Lars Petter og segir jafnframt:
 
„Nú fer málið til áheyrnar í þinginu 24. maí og til meðhöndlunar 16. júní. Við vonumst þá til að þingið grípi þann möguleika til að skera úr um hvaða leið landbúnaður hér í landi á að fara í framtíðinni og gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná samningunum í gegn. Norskur landbúnaður og norskir bændur hafa mikinn og góðan stuðning almennings og einnig þingsins. Þingmenn kalla á aukna norska matvælaframleiðslu og að stundaður verði landbúnaður um allt land. Við framleiðum vörur sem norskir neytendur vilja kaupa og sem leiða til starfa í dreifbýli og bæjum, menningarlandslag, lifandi byggðir og tryggan mat.“ 
 
  • Norska ríkið bauð tekjuaukningu upp á tæplega 100 þús. ísl. á hvert ársverk.
  • Aðrar starfsgreinar eiga von á tekjuaukningu upp á um 200 þús. ísl. á hvert ársverk á sama tímabili.
  • Búvörusamningarnir sem semja á um taka gildi frá og með 1. janúar 2018.

Á nokkrum stöðum í Noregi tóku bændur sig saman eftir að samningum var slitið og lokuðu leiðum inn á lagersvæði hjá stærstu matvöruverslanakeðjunum. Mynd / Petter Aaserud

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...