Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Mynd / Norges Bondelag
Fréttir 15. nóvember 2017

Norskir bændur í fóðurkreppu

Höfundur: ehg / BT
Vegna fóðurkreppu í Norður-Hörðalandi í Noregi neyðast nú bændur til að slátra hluta af bústofninum.
 
Þetta kemur til vegna veðráttu í sumar og lélegrar uppskeru í kjölfar þess. Margir bændur hafa ekki komist út á tún sín vegna vætu og því ekkert náð að slá í sumar. Björgunaraðgerðir fyrir veturinn hafa falist í því að kaupa fóðurbirgðir frá Óslóarsvæðinu og í Svíþjóð. 
 
Margir bændur á svæðinu tapa því miklum fjármunum á versta fóðurtímabili í manna minnum, sumir segja að leita verði aftur til ársins 1964 til að sjá viðlíka ástand og er nú. Það eru helst mjólkurbændur sem hafa sent hluta af gripum sínum til slátrunar en flestir sauðfjárbænda ætla að reyna að komast í gegnum tímabilið án þess. Ástæðan fyrir því að bændur á þessu svæði koma sérstaklega illa út er að mikið er um mýrar í jarðveginum og því tekur það lengri tíma fyrir landið að jafna sig eftir miklar rigningar. 
 
Frøydis Haugen, bóndi á svæðinu og varaformaður í norsku Bændasamtökunum, segir í samtali við Bergens Tidende að í ár sé sannkallaður uppskerubrestur víða hjá norskum bændum og á það ekki aðeins við um landsvæðið sem hún býr á. Vitnar hún í votviðrasamt sumar á fleiri stöðum í Noregi og sums staðar hafa bændur komið illa út úr flóðum. Hún hvetur því bændur til að standa þétt saman og að vera duglega til að leita sér upplýsinga og ráðgjafar. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...