Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mörk túndru og skóga.
Mörk túndru og skóga.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 6. desember 2023

Norrænt vísindanet um áhrif loftslagsbreytinga

Höfundur: Isabel Barrio prófessor

Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nýtt verkefni sem hlaut styrk frá NORDFORSK í þessum mánuði.

Isabel Barrio.

Verkefnið heitir The Nordic Borealization Network (NordBorN) og markmið þess er að stofna samstarfsvettvang til að skilja áhrif loftslagsbreytinga og breytinga á landnotkun í norrænum vistkerfum. Afleiðing þessara breytinga er sú að margar tegundir sem eru dæmigerðar í skógum eru að breiðast út í túndruna, en það er ferli sem kallast á ensku „borealization“.

Hvað er borealization?

Norðurlöndin standa á mörkum barrskógabeltis og túndru. Vegna hlýnunar loftslags og breytinga á landnotkun eru lífríkismörk að færast. Margar tegundir sem eru dæmigerðar fyrir skóginn breiðast út í túndruna og kallast það borealization.

Á íslensku mætti kannski kalla það barrskógabeltisvæðing eða heimsskautun. Þær breytingar sem fylgja þessu ferli kalla á öflugar grunn- og hagnýtar rannsóknir. Rannsaka þarf hvers vegna, hvernig, hvenær og hverjar eru afleiðingar þessara breytinga. Þá þurfum við að nýta þá þekkingu sem verður til og nota til að stýra breytingum. Með því er þá hægt að segja til um afleiðingar á vistkerfum og áhrif á dýrmæta vistkerfisþjónustu þeirra.

Þær breytingar sem eru yfirvofandi eru útbreiðsla trjáa og runna, útbreiðsla ágengra tegunda og breytingar á líffræðilegum samfélögum sem og breytingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa ásamt breytingum á landslagsgerð og vistkerfisferlum.

Í þessari vinnu eru mismunandi drifkraftar og nálganir ólíkra notenda. Má þar nefna umhverfis- og náttúruverndarstofnanir, almenning, landnotendur og stefnumótendur. Breytingar sem við getum búist við eru til dæmis hraðari útbreiðsla ágengra tegunda, aukin tíðni og alvarleiki skordýrafarsótta, tap á túndruvistkerfum, tap á landslagi eins og það er í dag, árekstrar milli villtra dýra og búfjártegunda.

Má þar nefna ágang gæsa á íslensk tún sem dæmi. Einnig munu þessar breytingar hafa afleiðingar fyrir bændur á norðurslóðum, til dæmis með breyttum aðferðum við hreindýrarækt eða með því að skapa tækifæri í sauðfjárrækt á Suðvestur-Grænlandi. Þetta breiða svið undirstrikar þörfina á öflugu þverfaglegu teymi sem sérhæfir sig á sviðinu.

Norrænt vísindanet

Markmið NordBorN er tvíþætt: 1) að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir til að skilja drifkrafta, ferli, og afleiðingar heimsskautunar (e.borealization) á norræn vistkerfi, og 2) að koma á fót miðstöð til að þjálfa næstu kynslóð norrænna vísindamanna.

Til að ná þessu markmiði mun NordBorN leiða saman sex norræna háskóla (LbhÍ, Norska tækni- og raunvísindaháskólann NTNU, UiT Norðurslóðaháskólann í Noregi, Austur-Finnlandsháskóla, Gauta- borgarháskóla og Háskólann í Árósum) og þrjá samstarfsaðila (Norsku náttúrurannsókna- stofnunina, Náttúruauðlindastofnun Grænlands og Háskólann í Edinborg).

Verkefnið hefst formlega eftir áramót og hlaut 192 milljóna króna styrk til næstu fimm ára frá Nord Forsk áætluninni.

Þar af munu 53,4 milljónir renna til verkefnisins innan Landbúnaðarháskóla Íslands.

Isabel Barrio prófessor leiðir verkefnið en fleiri koma að því og þau eru Ása Aradóttir prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor, Hlynur Óskarson prófessor, Alejandro Salazar lektor, Emmanuel Pagneaux lektor, Jón Guðmundsson lektor, Mathilde Defourneaux doktorsnemi og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi.

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir nú eftir nýdoktor til að starfa við verkefnið sem hefji störf í upphafi árs 2024.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...