Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Mynd / Pixabay
Fréttir 26. nóvember 2025

Norrænt samstarf um neytendavernd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fulltrúar norrænna neytendayfirvalda hittast árlega til að styrkja samstarf sitt. Í ár var lögð áhersla á að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum.

Neytendayfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, á Grænlandi, Íslandi, í Noregi og Svíþjóð hafa um árabil átt í samstarfi um neytendavernd. Stofnanirnar hittast reglulega og deila reynslu sinni og hugmyndum um hvernig sé hægt að styrkja neytendavernd á Norðurlöndunum.

Segir í fregn Neytendastofu að í ár hafi fundurinn farið fram í Svíþjóð og þar verið farið yfir ýmis málefni, s.s. notkun gervigreindar til að styrkja eftirlit á internetinu og reynslu stofnananna af því að takast á við svik á netinu. Sérstaklega hafi verið farið yfir stefnumótandi samstarf, þ.m.t. hlutverk neytendayfirvalda í stefnumótun neytendamála og innleiðingu og framkvæmd nýrrar löggjafar. Dæmi um árangursríkt samstarf á norrænum vettvangi sé óformlegt bréf (e. non-paper) um stefnur í neytendamálum birt af ESB/EES-meðlimum norræna samstarfsins fyrr á þessu ári.

Á fundinum í Svíþjóð var ákveðið að styrkja samstarf stofnananna enn frekar með því að koma á fót teymi um stefnumál og aðferðafræði. Teymið mun verða viðbót við þegar starfandi hópa um stafræn málefni, umhverfisfullyrðingar, verðupplýsingar, verndun barna og fjárhagsþjónustu.

Segir í fregninni að samstarf norrænna neytendayfirvalda við að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum kunni ekki aðeins að hafa jákvæð áhrif á norræna markaði heldur einnig þá evrópsku.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...