Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norræn matarverðlaun sett á laggirnar
Fréttir 14. mars 2017

Norræn matarverðlaun sett á laggirnar

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændasamtökin eru í samstarfi við önnur norræn búnaðarsamtök um ný matarverðlaun sem bera heitið Embla, en samkvæmt norrænni goðafræði bar fyrsta konan það nafn. Þau verða veitt í Kaupmannahöfn seinni hluta ágúst en opið er fyrir tilnefningar til 17. apríl.

Hin nýju, norrænu matarverðlaun Embla hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefni, matvælum, framleiðsluaðferðum og fólkinu á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á norrænum mat.
 
Emblu er ætlað að efla samnorræna matarmenningu og einkenni hennar ásamt því að auka áhuga á norrænum mat utan Norðurlandanna. Verðlaunin njóta styrks Norrænu ráðherranefndarinnar en Bændasamtök Íslands halda utan um þátttöku Íslands í keppninni.
 
„Við höfum svo margt gott á Norðurlöndum. Bragðgott hráefni og öfluga nýsköpun á meðal fagfólks í matvælaiðnaði. Við njótum öll góðs af því að deila þessum sögum hvert með öðru,“ segir Andreas Buchhave, ráðgjafi hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & Fødevarer og verkefnisstjóri hinna nýju, norrænu matvælaverðlauna.
 
„Það er mikill styrkur fyrir Emblu, ímynd verðlaunanna og markmið þeirra, að þeim sé stýrt af samtökum með breiða skírskotun til norrænna matvæla,“ segir Mads Frederik Fischer-Møller, ráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.
 
Embla verður afhent annað hvert ár, í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn í ágúst 2017 í boði Landbrug & Fødevarer. Við athöfnina verður tilkynnt hvar Embla verður afhent næst, árið 2019. Verðlaunaafhendingin verður í samstarfi við ráðstefnu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins, „Better Food for More People“ á matarhátíðinni Copenhagen Cooking. 
 
„Með þessu móti verða til samlegðaráhrif þar sem Embla styður við innlendan viðburð og nýtur um leið góðs af þeirri athygli sem hann fær þar sem áherslan er á mat,“ segir Jan Laustsen, framkvæmdastjóri hjá Landbrug & Fødevarer.
 
Embla skiptist í sjö flokka þar sem einn er tilnefndur frá hverju landi á Norðurlöndunum. Þriggja manna dómnefnd kemur frá hverju landi sem velur keppendur og einnig verður sameiginleg dómnefnd sem sker úr um hver hinna tilnefndu vinnur til verðlaunanna.  
 
Verðlaunaflokkar Emblu eru sjö talsins
Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: 
- Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017 
- Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017 
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
- Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
- Mataráfangastaður Norðurlanda 2017 
- Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2017.
 
Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu frá 14. mars til 17. apríl 2017. Skráningareyðublöð fyrir flokkana sjö er að finna á www.emblafoodaward.com, en þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...