Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fulltrúar Íslands á ráðstefnu Circumpolar Agricultural Association. Frá vinstri: Guðrún Svana Hilmarsdóttir frá Matís/HÍ, Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS, Þórey Gylfadóttir frá RML, Magnús Göransson frá Náttúrufræðistofnun og Guðrún Hulda Pálsdóttir, fyrrv. ritstjóri Bændablaðsins.
Fulltrúar Íslands á ráðstefnu Circumpolar Agricultural Association. Frá vinstri: Guðrún Svana Hilmarsdóttir frá Matís/HÍ, Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS, Þórey Gylfadóttir frá RML, Magnús Göransson frá Náttúrufræðistofnun og Guðrún Hulda Pálsdóttir, fyrrv. ritstjóri Bændablaðsins.
Lesendarýni 16. október 2025

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir og Guðrún Hulda Pálsdóttir, sitja í stjórn Íslandsdeildar CAA.

Matvælaframleiðsla á norðurslóðum, uppbygging virðiskeðja fyrir matvæli og seigla landbúnaðar í síbreytilegum heimi voru meginstef ráðstefnu Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin var í Tromsø í Noregi dagana 23.–25. september síðastliðinn.

Ráðstefnan, sem haldin er á þriggja ára fresti, er vettvangur umræðu um landbúnað á norðurslóðum á breiðum grundvelli. Markmið hennar er að varpa ljósi á stöðu landbúnaðar á jaðarsvæðum í norðri og miðla rannsóknum tengdum málefninu. Hún þjónar jafnframt sem mikilvægur vettvangur til að leiða saman vísindamenn, bændur, fulltrúa stjórnsýslu, hagsmunaaðila og ráðgjafa sem vinna að þróun og stefnumótun á þessu sviði. Skipuleggjandi ráðstefnunnar var ein af starfsstöðvum NIBIO sem er Tromsø, en NIBIO er eins konar Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Noregi.

Um 120 þátttakendur voru á ráðstefnunni frá ýmsum löndum, þar af fimm frá Íslandi: Þórey Gylfadóttir frá RML, Magnús Göransson frá Náttúrufræðistofnun, Guðrún Svana Hilmarsdóttir frá Matís/HÍ, Guðrún Hulda Pálsdóttir, fyrrv. ritstjóri Bændablaðsins og Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS. Einnig má nefna Sigríði Dalmannsdóttur, starfsmann NIBIO, sem var í teyminu sem skipulagði ráðstefnuna. Íslenskir fulltrúar fluttu erindi um fjölbreytt efni: stjórn mjólkurframleiðslu á Íslandi sem stuðlar að fæðuöryggi, verndun norræns erfðaefnis sem tengist mikilvægum nytjaplöntum og kolefnisfótspor íslenskra kartaflna. Einnig fólst framlag okkar í að stýra umræðum í málstofum.

Einn hluti dagskrárinnar var vettvangsferð um nágrenni Tromsø þar sem þátttakendur kynntust búskap á svæðinu. Heimsótt var fjölskylda sem rekur bú þar sem lögð er stund á nautakjötsframleiðslu og framleiðslu á afurðum geita. Eina leiðin sem fjölskyldan sá til að auka tekjur og virði framleiðslunnar var að taka yfir fleiri þætti virðiskeðjunnar, reisa heimasláturhús og koma upp eigin afurðavinnslu og veitingahúsi. Þannig hefur veltan verið margfölduð og fleiri störf skapast án þess að fjölga bústofninum og allar afurðir eru seldar á nærsvæðinu, þ.e. beint frá býlinu, á kaffihúsinu og í nágrenni Tromsø. Uppbyggingin hefur jafnframt skapað fleiri störf í nærumhverfi og næsta kynslóð hefur þegar tekið við hluta rekstursins með og sér framtíð sína tengda honum.

Á ráðstefnunni var fjallað um takmarkanir matvælaframleiðslu á norðurslóðum vegna landfræðilegrar legu. Augu manna beindust þó ekki síður að tækifærum og áskorunum sem skapast í kjölfar örra umhverfisbreytinga. Hlýnandi veðurfar lengir ekki bara sumur heldur fylgja einnig oft óstöðugir vetur þar sem frost og þíður skiptast á sem er veruleg áskorun fyrir gróður, sem dæmi. Annað dæmi er af fyrirlestri frá Orkneyjum þar sem vel þekkt vandamál var í brennidepli, ágangur gæsa á akurlönd. Í ráðstefnulok var aðalerindið um fæðuöryggi og seiglu samfélaga á norðurslóðum flutt af Nils Vagstad, fyrrverandi forstjóra NIBIO, með þátttöku einnig frá fulltrúa frá Arctic Council sem hefur starfsstöð í sama húsi og ráðstefnan fór fram í. Áformað er að gefa út í bók yfirlit um erindin sem flutt voru á ráðstefnunni (abstracta).

Í lok ráðstefnunnar buðu fulltrúar frá háskólanum í Fairbanks í Alaska til næstu ráðstefnu CCA, sem fer þá þar fram eftir þrjú ár.

Skylt efni: fæðuöryggi

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...