Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir
Gamalt og gott 14. júní 2018

Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir

Á forsíðu Bændablaðsins fyrir fimm árum, 6. júní 2013, var greint frá því að norðlenskir bændur hefðu þurft að punga út 25 milljónum króna til kaupa á heyi veturinn sem þá leið.

Í viðtalið við Benedikt Hjaltason verktaka kemur fram að áætlað sé að búið hafi verið að flytja um 2.000 til 2.500 heyrúllur af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland liðinn vetur og norðlenskir bændur hafi þurft að greiða allt að 25 milljónir króna fyrir það.

„Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku, segir í umfjölluninni.“  

„Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum,“ segir ennfremur í umfjölluninni í 11. tölublaði Bændablaðsins 2013.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f