Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðan áhlaup snemma á ferðinni
Fréttir 18. september 2018

Norðan áhlaup snemma á ferðinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mögulega snjór í byggð á fimmtudag og föstudag á norðanverðu landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands er fyrsta norðan áhlaup haustsins er væntanlegt síðar í vikunni og er það frekar snemma á ferðinni að þessu sinni. Það er því enn ríkari ástæða til að fylgjast vel með veðurspám næstu daga.

Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á laugardag.

Enn óvissa í spám

Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi. Enn er óvissa í spám varðandi braut lægðanna og dýpi þeirra og þar með hversu hvasst verður og hve neðarlega mörk rigningar og snjókomu verða. Engu að síður er norðan óveður af einhverju tagi líklegt.


Viðvaranir vegna veðursins verðauppfærðar eftir því sem nýjir spáreikningar berast og tilefni er til.
 

Skylt efni: Veður | viðvörun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...