Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Lesendarýni 9. maí 2017

Nokkur orð um sjálfboðaliða

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænn bóndi í Vallanesi
WWOOF – (World Wide Opportunties on Organic farms) eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, stofnuð árið 1971, sem gefa ungu fólki tækifæri til að fræðast um og taka þátt í lífrænum búskap í stuttan tíma.  
 
Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og ná til meira en 100 landa með 15.000 gestgjafa og u.þ.b. 120.000 skráða sjálfboðaliða.  
 
Sjálfboðaliðar og gestgjafar, samband jafningja  
 
Sjálfboðaliðarnir velja sér land og gestgjafa í gegnum þar til gert skráningarkerfi og taka þátt í störfum gestgjafans í stuttan tíma, oft 2–3 vikur.  Þeir greiða sjálfir ferðakostnað en fá í staðinn mat og húsaskjól.
 
Eitt af grundvallaratriðum í WWOOF er að hér er um að ræða jafningjasamband þar sem aðilar hjálpast að án skuldbindinga og peningar mega ekki fara á milli, t.d. í formi launa eða húsaleigu.  
 
Þátttakendur í WWOOF eru á öllum aldri, þó mest ungt fólk sem almennt hefur enga reynslu af landbúnaði. Mörg dæmi eru um að sjálfboðaliðar hafi síðan hafið búskap en ýmsir nýta sér þessa reynslu á öðrum sviðum, s.s. í listum, til að víkka þekkingu sína og takast á við eitthvað nýtt. Að „wwoof-a“ er ekki að ráða sig í vinnu,  heldur tilbreyting frá námi eða starfi og vinsæll ferðamáti þar sem fólk kynnist landinu innan frá með því að búa og starfa með fólkinu sem þar býr um stundarsakir.  Þetta er einnig ódýr ferðamáti og hentar þeim sem ekki hafa mikið fé á milli handanna. 
 
Gestgjafar í lífrænni ræktun
 
Gestgjafar, sem iðulega eru bændur í lífrænni ræktun, hafa verið á Íslandi síðan 2001, að jafnaði 3–5 aðilar. Komi upp efasemdir um heilindi eða erindi gestgjafans í þennan félagsskap  er hægur leikur fyrir stjórnendur samtakanna að taka gestgjafann af skrá í kerfi sem er gagnsætt og báðir aðilar geta miðlað sinni reynslu af viðkomandi. Skýrt er tekið fram í reglum WWOOF að sjálfboðaliðarnir eiga ekki að gegna hlutverki starfsmanna heldur veiti aðstoð í stuttan tíma, og þeir gegna engum launþegaskyldum.  
 
Aðstoð sjálfboðaliðanna er liður í að viðhalda ræktun með sjálfbærum aðferðum og er þar með umhverfisvernd í sjálfu sér. Í verkefninu sér ungt fólk oft fyrir sér atvinnutækifæri í dreifbýli og gegnir verkefnið því hlutverki í byggðaþróun. Verkefnið miðlar þekkingu, umhverfismeðvitund og nýjum hugmyndum á milli fólks, það eflir tengsl, vináttu og tungumálakunnáttu.
 
Rótgróin hefð í Evrópu 
 
Undanfarið hefur umræða um sjálfboðaliðastörf verið sett á dagskrá á Íslandi um leið og unnið er gegn svartri atvinnustarfsemi. Gera verður greinarmun á þessu tvennu, þ.e. svartri atvinnustarfsemi og formlegum viðurkenndum leiðum eftir hverjum ungt fólk getur ferðast og lært. Það er slæmt ef slík alþjóðleg verkefni gjalda þess hér á landi að reglur eru óskýrar eða í miklu ósamræmi við það sem almennt tíðkast, en engin lög eru til um sjálboðaliðastarf á Íslandi.  Rótgróin hefð er í Evrópu og víðar fyrir sjálfboðaliðastarfi líkt og í gegnum WWOOF og Ísland er hér virkur þátttakandi því við notum  sömu leiðir  til að upplifa önnur lönd og menningu. 
 
Í Svíþjóð er WWOOF viðurkennt  sem ferðamáti (eco-tourism) og í flestum löndum er rými til slíkra þátttökuheimsókna  innan skilgreinds 3 mánaða ferðamannatímabils. Í Bretlandi er WWOOF skráð sem viðurkennt félag sem yfirvöld hafa gefið leyfi til starfa, líkt og þar tíðkast með góðgerðarfélög og Írland hefur farið svipaða leið. 
 
WWOOF hefur bent á að starfsemi þeirra er í samræmi við öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og hefur  mannrækt og umhverfisvernd að leiðarljósi.  Ávinningur af slíkri samvinnu er góður fyrir samfélagið og í takt við ýmis alþjóðleg markmið sem vinna þarf að.
 
Höfundur:
Eygló Björk Ólafsdóttir,
lífrænn bóndi í Vallanesi
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...