Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Mynd / Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir.
Fréttir 8. apríl 2024

Nítján kúabú í Hrunamannahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna nýlega voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur bænda.

Sigríður Jónsdóttir á Fossi tók við verðlaunum fyrir ræktunarbú ársins, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum tók við verðlaunum fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna, Skellu 1106 frá Hrepphólum, sem mjólkaði 13.922 kg.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, tók svo við Huppuhorninu fyrir hönd Björgvins Viðars og Margrétar Hrundar Arnarsdóttur í Dalbæ 1 fyrir efnilegustu kvíguna, Drottningu 922. Að fundi loknum var félagsmönnum boðið að kíkja í fjósið í Túnsbergi.

Nautgripafélag Hrunamanna er 120 ára gamalt í ár. Stjórn þess skipa þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Marta Esther Hjaltadóttir á Kópsvatni. Í Hrunamannahreppi eru nítján kúabú og af þeim eru fjórtán með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna.

Þessi bú lögðu inn að meðaltali 394.434 lítra af mjólk á síðasta ári. Meðalafurðir eftir árskú voru 6.829 lítrar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...