Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur
Fréttir 4. apríl 2022

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsti tilboðsmarkaður ársins 2022 með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. apríl. Matvælaráðuneytinu bárust 162 gild tilboð um kaup og voru sölutilboð 19 talsins.

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 315 kr. fyrir hvern lítra.   Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði, þ.e. 315 kr./ltr.

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 19.
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 162.
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði/hámarksverði var 10.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.309.697 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 7.830.349 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.309.697 lítrar að andvirði 412.554.555,- kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 65.481 lítrar.   Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 13.

Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...