Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór fram 22. febrúar og 7. mars, samtals 616 kindur, í kjölfar þess að riðusmit var staðfest í skimunarsýni í sláturhúsi.

Staðfest smit var frá bænum Eiðsstöðum, en þar sem búrekstur þar er sameiginlegur með nágranna- bænum Guðlaugsstöðum var metið sem svo að féð á bæjunum væri ein hjörð með tilliti til sóttvarna. Heildarfjöldi fjár á báðum bæjum var um 700.

Hlutaniðurskurður í boði

Í samræmi við breytingareglugerð um riðuveiki og útrýmingu hennar var bændum boðið upp á að láta arfgerðagreina hjörðina og þar sem arfgerðagreiningar leiddu í ljós að bæði verndandi og mögulega verndandi (MV) arfgerðir voru í hjörðinni var þeim boðið upp á hlutaniðurskurð.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins útbjó ræktunaráætlun fyrir hjörðina og mögulegar sviðsmyndir voru skoðaðar áður en tekin var ákvörðun í samráði við bændurna um hlutaniðurskurð. Í framhaldinu var það fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir undanskilið niðurskurði, sem var samtals 50 fjár á báðum bæjum; fjórar kindur með verndandi og 46 með mögulega verndandi, samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi H. Þórðarsyni, starfandi yfirdýralækni Matvælastofnunar.

Aðkeyptir hrútar skulu vera arfhreinir ARR

Meðal helstu skilyrða fyrir uppbyggingu hjarðarinnar að nýju eru að skylt er að nota arfhreina ARR hrúta í ræktun auk hrúta sem bera MV/MV arfgerðir. Aðeins árið 2024 er í undantekningatilvikum heimilt að nota eigin ARR/x hrúta (x má ekki vera VRQ).

Aðkeyptir hrútar skulu vera ARR/ ARR, en heimilt er að kaupa ARR/x gimbrar svo lengi sem x er ekki VRQ.

Þá ber að einangra þær kindur sem ekki verða skornar niður og þær sem við hjörðina kunna að bætast og halda innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði, enda greinist hefðbundin riða ekki á því tímabili. Matvælastofnun er þó heimilt að leyfa að kindurnar séu haldnar í einangrun annars staðar.

Skylt er að rækta upp hjörðina með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu. Þegar 75% hluti hjarðarinnar með ARR/ARR og restin ARR/ MV er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun en þó aldrei fyrr en að liðnum tveimur árum frá niðurskurði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...