Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hrunamannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félagsmenn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa.
Mynd / Bára Másdóttir
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa fyrir félaga sína.

„Okkur finnst mjög gaman að geta gert þetta. Það er eitt af markmiðum félagsins að styðja við hrossarækt í sveitinni og okkur finnst þetta kjörin leið,“ segir Guðríður Eva Þórarinsdóttir, formaður félagsins, sem telur um sjötíu meðlimi.

Niðurgreiðslan nemur tíu þúsund krónum á hvern hest sem mætti til fullnaðardóms árið 2024. Hrossið þarf að hafa verið ræktað af og í eigu félagsmanns þegar það var sýnt.

„Skráningargjöld á kynbótasýningum hafa hækkað mjög mikið og hratt á undanförnum árum. Í sumar kostaði til dæmis 40.675 krónur að fara með hross í fullnaðardóm. Það eru ekki mörg ár síðan það var á bilinu 25–28.000 krónur, svo með þessu tekst okkur eitthvað að koma til móts við þessa hækkun. Við vonumst til þess að félagar okkar verði áfram duglegir að mæta með hross í dóm,“ segir Guðríður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...