Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
„Matland hefur vaxið hægt og örugglega. Æ fleiri neytendur vilja vita um uppruna þess matar sem þeir kaupa og margir eru einfaldlega kröfuharðir og nýjungagjarnir,“ segir Tjörvi Bjarnason.
„Matland hefur vaxið hægt og örugglega. Æ fleiri neytendur vilja vita um uppruna þess matar sem þeir kaupa og margir eru einfaldlega kröfuharðir og nýjungagjarnir,“ segir Tjörvi Bjarnason.
Mynd / smh
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Höfundur: Þröstur Helgason

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja íslenskar landbúnaðarafurðir.

Vefurinn fór í loftið vorið 2022 og voru stofnendur Hilmar Steinn Grétarsson, Hörður Kristbjörnsson og Tjörvi Bjarnason, sem segir í samtali við Bændablaðið að vefurinn hafi fengið mjög góðar viðtökur:

„Matland hefur vaxið hægt og örugglega. Æ fleiri neytendur vilja vita um uppruna þess matar sem þeir kaupa og margir eru einfaldlega kröfuharðir og nýjungagjarnir. Þess vegna taka þeir því fagnandi að geta keypt t.d. kjöt eða grænmeti sem er upprunamerkt bændum og auðvelt að kaupa á vefnum. Við bjóðum upp á sjálfsafgreiðslu þannig að þegar viðskiptin eru farin í gegn og vörurnar tilbúnar fá viðskiptavinir aðgangskóða að afhendingarstað okkar á Hrísateig í Reykjavík. Þetta er nýtt fyrirkomulag í viðskiptum með mat sem fólk er að læra á og kann vel að meta. Það er frábært að geta til dæmis keypt sér ferska nautasteik og mjólk frá Gunnbjarnarholti á netinu og sækja síðan í sjálfsafgreiðslu þegar hentar eða fá sent heim til sín.“

Þið fjallið um íslenska matvælaframleiðslu, matreiðslu og fleira sem tengist íslenskum mat, en hefur áherslan í rekstri Matlands ekki færst æ meir til þess að selja matvæli á síðunni?

„Jú, það má segja það, upprunalega markmiðið var að gera Matland að fjölmiðli sem fjallaði um mat og matvælaframleiðslugreinar á Íslandi jöfnum höndum. Í atvinnnugreinum sem tengjast mat starfa um 20 þúsund manns í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu og veitingageiranum og auðvitað í landbúnaði. Sala á mat átti að vera ein af tekjustoðum miðilsins en síðan hefur það gerst að vefbúðin tekur æ meira pláss og tíma okkar sem störfum hjá Matlandi.“

Nær eingöngu íslenskar matvörur

Sérhæfið þið ykkur alfarið í íslenskum matvælum?

„Já, við bjóðum nær eingöngu upp á íslenskar matvörur og erum í samskiptum við fjölmarga íslenska birgja, bæði almenna matvælaframleiðendur og bændur. En við kaupum líka svolítið af erlendum sérvörum, t.d. matarolíur, sósur og pasta. En mest erum við að bjóða upp á íslenska framleiðslu og leggjum metnað okkar í það. Við seljum nánast allt á netsíðunni okkar en erum líka að selja veitingastöðum upprunamerkt hráefni. Fólk getur líka litið til okkar á Hrísateig þar sem Matland er til húsa og keypt það sem er til hverju sinni.“

Eru vörurnar að öllu leyti beint frá býli?

„Við kaupum þó nokkuð beint af bændum en það er misjafnt hvernig fyrirkomulagið er. Nautgripi kaupum við beint af bændum og látum vinna fyrir okkur eftir okkar forskrift hjá kjötvinnslum. Grænmeti fáum við úr ýmsum áttum og það er allt upprunamerkt. Sumar vörur seljum við fyrir fram með ákveðinn afhendingardag í huga og þá pöntum við nákvæmlega frá bændum það sem er selt hverju sinni. Við höfum nokkrum sinnum boðið fulleldaðar vörur fyrir helgar. Þá nýtum við hráefni sem kemur frá bændum, t.d. gúllas í kjötrétti eða reykt nautabrjóst.“

Dreift um allt land

Og þeim er dreift hvert sem er á landinu, eða hvað?

„Vörur frá Matlandi eru sendar um allt land með Samskipum. Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart hvað grænmetiskassarnir okkar, sem við setjum saman í hverri viku, eru vinsælir utan höfuðborgarsvæðisins. Fólk er þakklátt að fá glænýtt grænmeti sent til sín með reglubundnum hætti.“

Ef maður vill ná sér í eitthvert gott hráefni fyrir páskamáltíðina, með hverju mælirðu?

„Lambið er auðvitað klassík yfir páska en góðar vel hangnar nautasteikur eru ekki síðri. Við erum með lífrænt vottað lambakjöt frá Sölvanesi í Skagafirði og svo erum við með frábært lamb frá Árdal í Kelduhverfi. Nýir samstarfsaðilar okkar í Holti í Álftaveri voru að senda okkur tvær holdakvígur sem verða alveg mátulegar um páskana. Þær voru unnar hjá góðum samstarfsaðilum okkar hjá Villt og alið á Hellu og búnar að hanga í tvær vikur þannig að þær bráðna í munni.“

Stúderið eldunartíma og hitastig

Aðspurður hvort Tjörvi lumi á uppskrift fyrir páskana kemur hann með ráðleggingar um það hvað er gott að hafa í huga við eldun:

„Það eru allnokkrar uppskriftir á Matlandsvefnum, www.matland.is, og það er ánægjulegt þegar fólk fer aðeins út fyrir þægindarammann og uppgötvar eitthvað nýtt í eldhúsinu. Í stað þess að deila einni uppskrift þá vil ég hvetja fólk til að stúdera eldunartíma og hitastig. Það gildir eiginlega um allt kjöt og ekki síður fisk að hiti og tímalengd skiptir öllu máli. Það er auðvelt að nota kjöthitamæli til að hjálpa sér að ná sem bestum árangri. Veltið fyrir ykkur áhrifum þess að elda mat á lengri tíma við lágt hitastig, hvað hvíld á kjöti hefur mikið að segja og auðvitað að ofelda ekki við of mikinn hita. Reynslan er ef til vill besti kennarinn en verið óhrædd við að prófa og leita upplýsinga um hvað hentar hverju sinni.

Sjálfur elda ég til dæmis lambalæri á lágum hita, rúmum 100 gráðum, en kýs að moðsteikja það ekki. Ég vel millistór læri og vil hafa þau í feitari kantinum. Nota kjöthitamæli og læt staðar numið þegar kjarnhitinn er kominn í 65 °C. Þá tek ég lærið út úr ofninum og hvíli það í 15 mínútur. Skelli því svo aftur inn í blússheitan ofn til þess að „herða“ upp skorpuna.“

Skylt efni: Matland í Reykjavík

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...