Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sláturgerð hefur tíðkast frá alda öðli en fólk hefur sterkar skoðanir á hvort ásættanlegt sé að nota gervivambir eður ei.
Sláturgerð hefur tíðkast frá alda öðli en fólk hefur sterkar skoðanir á hvort ásættanlegt sé að nota gervivambir eður ei.
Mynd / Skjáskot
Líf og starf 8. ágúst 2023

Neytandinn saknar vélindiskeppsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Enn eru margir sem vilja vambir í sláturgerð en finnst þær orðnar klénar og erfitt að vinna með.

Guðrún Helga Jónsdóttir, 74 ára gamall íbúi í Kópavogi, hafði samband við blaðið og hvatti til eftirgrennslana um hverju sætti að í sláturtíðinni undanfarin 6–8 ár hafi ekki fengist almennilegar vambir til að sauma úr sæmilega stóra keppi. Slitrurnar sem hafi verið í boði nægi í mesta lagi utan um 200 g keppi og enga vélindiskeppi (skammkeppi) að hafa lengur.

„Ég tek slátur og hef gert alla tíð síðan ég var 22 ára og finnst þetta dásamlega góður matur. Undanfarin ár hefur versnað æ meira með vambirnar. Þær eru ekki orðnar neitt nema bara einhverjar slitrur. Verst af öllu var þegar stóri keppurinn, vélindiskeppurinn, var tekinn úr. Þeir eru svo stórir og góðir og gott að setja í þá. Ég skil ekki þessa stefnu að hætta með vélindiskeppina og fara þannig með vambirnar að þær eru ónýtar,“ segir Guðrún. Hún versli slátur hjá Hagkaup og segir fólk gjarnan ræða þetta í sláturtíðinni og alla sammála um að vambamálin séu hreinasta hörmung. „Eigum við að henda þessum mat? Ekki nýta allt af skepnunni?“ spyr hún og hefur áhyggjur af að fólk gefist upp við að nota vambir með þessu áframhaldi og hætti jafnvel að taka slátur. „Með því að hafa þetta svona þá verður markaðurinn eyðilagður,“ segir hún. „Áttu ekki allir að fara í gervivambirnar? Það er bara ekki sami matur.“

SS hefur séð Hagkaup fyrir slátri. Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segist reikna með að engin breyting verði á því hjá fyrirtækinu að hirða vambir, líkt og undanfarin ár en vélindiskeppirnir séu ekki seldir með slátrinu. „Við erum ekki að kalóna þá því það svarar ekki kostnaði. Þá, ásamt 90% af vömbum, seljum við í dýrafóðursframleiðslu,“ segir hann.

Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það vömb, mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Árið 2014 var reynt að hætta með vambir hjá SS og þá eingöngu seldar gervivambir, svokallaðir prótínkeppir. Bar SS fyrir sig minnkandi sölu, kostnað, rýrnun við vinnsluna og úreltan tækjabúnað. Um 15 þúsund vambir höfðu selst haustið áður, allar frá SS. Kalónaðar vambir (hreinsaðar með leskjuðu kalki og sjóðheitu vatni) fóru þó aftur í sölu, væntanlega vegna ramakveina viðskiptavina.

Guðrún segist hafa breytt háttum sínum hvað það varðar að sjóða slátur einhver ósköp, 3 og 4 klukkutíma, sem geri það þurrt. Hún láti heldur suðuna koma hægt upp og sjóði svo keppina í hálftíma til þrjú korter, þá verði slátrið mýkra og ljúffengara.

Skylt efni: sláturgerð

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...