Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Mynd / TB
Líf&Starf 6. júní 2018

Nemendur dvelja í sveit í tvo daga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Unglingarnir í Grunnskóla Borg­ar­fjarðar á Kleppjárns­reykjum eru allir sendir í sveit á sínum skólaferli til þess að kynna sér störf bænda. Þetta er siður sem hefur tíðkast um árabil en verkefnið, sem kallast „Sérstaða sveitaskóla,“ er unnið í náinni samvinnu bænda og kennara. 
 
Í 8. og 9. bekk dvelja krakkarnir í tvo daga hjá bændum og leysa ákveðin verkefni. Þeim er uppálagt að kynna vistina meðal bekkjarfélaga sinna þegar allt er yfirstaðið. Í síðustu viku fór fram kynning á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingarnir sýndu stutt myndbönd sem lýstu sveitadvölinni. Nokkrir bændur komu og endurnýjuðu kynnin við nemendurna og 10. bekkur bauð svo til vöfflukaffis á eftir.
 
Verkefni byggt á gömlum grunni
 
Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, kennara á Kleppjárnsreykjum, gengur vel að fá bændur til samstarfs og verkefnið er fyrir löngu búið að sanna gildi sitt. „Verkefnið er upprunnið frá Varmalandsskóla um aldamótin síðustu þegar nemendur unglingadeildar þar fóru og kynntust bæði fyrirtækjum og bústörfum á svæðinu í kringum skólann. Verkefnið þróaðist yfir í það að nemendur dvöldu á sveitabæjum í tvo til þrjá daga, kynntust mismunandi landbúnaðargreinum og skiluðu af sér kynningu,“ segir Þóra Geirlaug. 
 
Brýtur upp skólastarfið
 
Þegar Varmalandsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar, fyrrum Andakílsskóli og Kleppjárns­reykjaskóli, voru sameinaðir undir einn hatt Grunnskóla Borgarfjarðar, gekk Kleppjárnsreykjadeildin inn í verkefnið. „Í seinni tíð hefur tíminn styst en nemendur dvelja á sveitabæjum í það sem samsvarar tveimur skóladögum, en þau eru sífellt uppteknari í eigin dagskrá, æfingum og keppnisíþróttum.“
 
Umsjónarkennarar bekkjanna bera hitann og þungann af því að hafa samband við bændur, setja saman verkefni og fleira, en annað starfsfólk og foreldrar hafa aðstoðað með að keyra og sækja börnin á bæina. „Það er mikil ánægja með verkefnið og gefur þetta nemendum tækifæri á að sýna á sér aðra hlið en þau sýna oft í skólastofunni,“ segir Þóra Geirlaug.
 
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir og Magnea Helgadóttir kenna í unglingadeildinni á Kleppjárnsreykjum. 

16 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...