Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pascal Boulanger, stofnandi NAWA Tech­nologies, og Jean Luc Moreau frá samtökum franskra bílablaðamanna við veitingu verðlauna til NAWA fyrir tækni ársins 2020 í evrópskum bílaiðnaði.
Pascal Boulanger, stofnandi NAWA Tech­nologies, og Jean Luc Moreau frá samtökum franskra bílablaðamanna við veitingu verðlauna til NAWA fyrir tækni ársins 2020 í evrópskum bílaiðnaði.
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar fréttir verið af byltingu í hönnun bílarafhlaðna sem leyst geti núverandi Lithium-Ion rafhlöður af hólmi. Enn ein slík byltingarkennd tækni var kynnt í nóvember síðastliðnum frá franska fyrirtækinu NAWA Technologies og er þar talað um öflugustu rafhlöður í heimi. 

Fyrirtækið fékk mikla viðurkenningu á síðasta ári er uppfinning þess var útnefnd „Tækni ársins“ af frönskum bílablaðamönnum. Er fyrirtækið þar með komið á blað sem eitt framsæknasta fyrirtækið í evrópskum bílaiðnaði. 

Ástæða fyrir að menn eru stöðugt að leita að nýrri tækni í rafhlöðuframleiðslu eru hinir miklu gallar sem eru samfara smíði og notkun á Lithium-Ion rafhlöðunum. Þó nýtt ár 2021 sé hafið, þá er samt ekkert enn í hendi um að nýjar rafhlöður séu á leið á markað alveg á næstunni. 

Það sem er einna nýjast í þessum málum er „Ný tækni“ sem NAWA Technologies hefur fengið einkaleyfi fyrir, það sem fyrirtækið kallar ofurhraðar kolefniselektróður, eða „Ultra Fast Carbon Electrode“. Var þetta kynnt nú í október 2020. Þar er örsmáum nanó-karboneindum raðað upp í lóðréttum stöngum (VACNT) og sagt er að rafhlöður sem gerðar eru með slíkri tækni séu tíu sinnum öflugri en hefðbundnar rafhlöður og hafi þrisvar sinnum meiri orkurýmd og fimm sinnum meiri endingartíma. Þá taki aðeins nokkrar mínútur að hlaða slíkar rafhlöður en ekki marga klukkutíma. Auk þess geti framleiðsla á slíkum rafhlöðum dregið verulega úr kolefnisspori af framleiðslu rafhlaðna sem flestir hafa látið eins og hafi ekki verið neitt til þessa. Þá er sagt að slík UFCE battery séu um fjórðungi ódýrari í framleiðslu en hefðbundnar rafhlöður. Það getur skipt miklu máli á markaði sem velti um 35 milljörðum dollara á árinu 2019 samkvæmt skýrslu Avicenne.

Tíu sinnum öflugri rafhlöður og fimm sinnum endingarbetri

Um þessar mundir eru bíla-framleiðendur að berjast við að koma fyrir rafhlöðum í bílum sem geta geymt næga orku til að aka bílum 1.000 km. Slíkar rafhlöður eru hins vegar afar dýrar og þungar og það tekur að sama skapi tiltölulega langan tíma að hlaða þær. Talsmenn NAWA Technologies segja aftur á móti að með þeirra tæknilausn verði 1.000 km drægni það viðmið sem gengið verði út frá í rafbílum, en ekki undantekning. Það sem meira er, þeir fullyrða að það muni ekki taka nema um 5 mínútur að hlaða rafhlöðurnar upp í 80% af orkurýmd. Þá segja þeir að framleiðsla á þessum UFCE rafhlöðum eigi að geta hafist á árinu 2023. 

Á brattann að sækja með allar tæknibyltingar

Ef þetta gengur allt eftir má leiða líkum að því að núverandi rafbílar verði afskaplega lítið spennandi  og endursölumarkaður með þá mun augljóslega hrynja. Það gæti þá væntanlega líka átt við um stóran hluta markaðar fyrir hefðbundin jarðefnaeldsneytisknúin ökutæki. Sú staðreynd samhliða þeirri staðreynd að stórfyrirtæki hafa fjárfest gríðarlega í framleiðslu á Lithium-Ion rafhlöðum og bifreiðum og búnaði sem þeim tengjast, mun að öllum líkindum gera forsvarsmönnum NAWA Technologies mjög erfitt fyrir að komast inn á markaðinn með sína nýju tækni. 

Það eru engin ný sannindi að hagsmunaaðilar munu reyna að verja sínar fjárfestingar með kjafti og klóm þó þeir hagsmunir byggi á afar óhagkvæmri og óumhverfisvænni tækni. Þetta þekkja menn vel í gegnum söguna og nægir þar t.d. að nefna hvernig risarnir í filmuframleiðslunni keyptu upp tæknina á bak við stafrænar myndavélar í stórum stíl og töfðu þá framþróun um líklega 10–20 ár. Sama hefur líka gerst við hönnun rafbíla sem talin var geta ógnað hefðbundinni bílaframleiðslu um of. 

Mikil reynsla og þekking í stjórnarteyminu

NAWA Technologies var stofnað í apríl 2013 og þá byggt á 15 ára rannsóknum á nanótækni. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 25. Forstjórinn heitir Ulrik Grape sem er með yfir 20 ára reynslu í rekstri frumkvöðlafyrirtækja  og í Lithium-Ion rafhlöðutækni. Hann hefur unnið með fjölmörgum þekktum fyrirtækjum eins og Volvo, Think, VanHool, Compaq, Apple og Sagem. 

Stjórnarformaður og stofnandi  NAWA Technologies er Pascal Boulanger, sem er doktor í eðlisfræði frá Orsey-háskóla og með MBA gráðu frá HEC í París. Vart þarf að taka fram að Boulanger er vísindaheilinn á bak við NAWA Technologies. Hann starfaði m.a. sem vísindastjórnandi  hjá stofnun Savley sem heitir „Institute of Radiation Matter“. Þá var hann yfirmaður yfir rannsóknarverkefni  í 10 ár hjá frönsku kjarnorkustofnuninni (Commissiarat Energie Atomic). 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...