Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Þær breytingar hafa nú verið gerðar í nautgriparæktarkerfinu Huppu að förgunarástæðum hefur verið fjölgað og jafnframt er nú gefinn kostur á að skrá tvær förgunarástæður, þ.e. fyrir ákveðnar förgunarástæður er hægt að skrá samsettan lykil með tveimur ástæðum.
 
Þær ástæður sem hefur verið bætt við eru há frumutala, lungna-/öndunarfærasjúkdómar, fótamein og annað sem er þá lykill fyrir ástæður sem ekki eru tilgreindar eða skilgreindar annars staðar. Jafnframt hefur heitum verið breytt á nokkrum ástæðum og má þar nefna að lykill 1, beinaveiki, breytist í efnaskipta-/meltingarsjúkdómar, lykill 3 breytist í ófrjósemi/gripur heldur ekki og lykill 18, unggrip slátrað verður nú slátrað til kjötframleiðslu og nær þannig t.d. yfir holdakýr og -kvígur sem aldar eru til kjötframleiðslu auk nauta. Samhliða þessu er nú hægt að haka við ef gripur er aflífaður heima á búi vegna veikinda eða slyss og sendist þá tilkynning til MAST en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa ber bændum/umráðamönnum nautgripa að tilkynna slíkt samdægurs.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þær förgunarástæður sem finna má í Huppu og skýrsluhaldinu. Jafnframt kemur fram í töflunni á hvaða gripi hægt er að skrá viðkomandi ástæður en í hlutarins eðli liggur að t.d. lykill 2, júgurbólga á aðeins við um kýr en hvorki kvígur eða naut.
 
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og komi að verulegu leyti til móts við þær óskir að geta tilgreint fleiri en eina förgunarástæðu þegar við á.
 
Smellið á myndina til að stækka.
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...