Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nútímalegt fjós á lokastigum byggingar.
Nútímalegt fjós á lokastigum byggingar.
Mynd / Úr safni
Fréttir 8. febrúar 2024

Nautgripabændur fjárfest fyrir milljarða í bættum aðbúnaði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls hefur verði úthlutað 1.556.464.916 krónum í fjárfestingastuðning í nautgriparækt frá árinu 2017.

Í yfirliti yfir úthlutun fjárfestingastuðnings og framkvæmdakostnað samkvæmt umsóknum, sundurliðað eftir svæðum búnaðarsambanda, má sjá að 26,85% stuðnings fór til búa í Skagafirði, 26% stuðningsins fór á Suðurland og 22,6% í Eyjafjörð. Heildarfjárfesting búa á árunum 2017–2023 nam rúmum 24,5 milljörðum króna samkvæmt umsóknum en fjárfestingastuðningur fékkst fyrir 6,33 prósentum hennar.

Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa. Stuðningurinn er veittur bæði vegna nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en 10% af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins skv. fjárlögum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...