Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 18. apríl 2016

Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér er hvítlauksristuð nautasteik, balsamic-ediksgljáð, framreidd með bernaisessósu. Ljúfmeti sem engan svíkur. Það er upplagt að nota gæðakjöt sem álegg á pitsur en þá þarf ekki nema 50 g af kjöti á mann í stað 200 g. Það er gamalt og gott heimilisráð að nota meðlætið sem stærsta hlutann af réttinum til að lækka kostnaðinn en njóta úrvalshráefnis í leiðinni. 
 

 
 
Sem eftirrétt eða í morgunmat á sunnudögum eru pönnukökur alltaf vinsælar. Hér er ljúffeng og einföld pönnukökuuppskrift þar sem bananar, jarðarber og rjómi koma við sögu.
 
Nautasteik með bernaisessósu
 
Fyrir 4
 
Hráefni
  • 2 stk. nautasteikur (til dæmis úr lund)
  • 2 rif hvítlaukur
  • 100 g smjör
  • 1 grein rósmarin
  • 100 ml Balsamic edik
  • 3 stk. eggjarauður
  • 300 ml brætt smjör
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 2 msk. bearnaise kryddlögur 
  • (bearnaise essens)
  • eftir smekk, þurrkað estragon 
  • (má sleppa)
  • 1/2 búnt ferskt estragon
  • eftir smekk salt og pipar 
 
Aðferð
Grillið nautasteikina með hvítlauk og rósmarín. Kryddið með salti og pipar. Í lok eldunartímans er steikin gljáð með balsamic-ediki á disk og látin hvíla  í 10 mínútur. Framreiðið við 60°C í kjarna eða um 2 mín. á hverri hlið.
 
Bernaisessósan er mikil list. Bræðið smjörið, þeytið eggjarauðurnar. Bætið smjöri varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel á meðan. Kryddið með bernaise-essens (kryddlegi), Dijon-sinnepi, sítrónusafa, estragon og salti og pipar eftir smekk.
 
Kartöflupitsa
Hægt er að breyta þessari úrvals flatböku í himnasendingu með að toppa hana með ýmsu kjöti eða salati, jafn vel nauti og bernaise.
 
Hráefni
3 bollar hveiti
1 1/2 tsk. salt
3/4 tsk. sykur
1 bolli kalt vatn
Ólífuolía, til penslunar
1 tsk. þurrger
2 kartöflur, fínt sneiddar (um 2 bollar) 
1/2 laukur, skorinn og hægeldaður í 
smá smjöri eða olíu 
4 msk. extra Virgin ólífuolía
Ferskt rósmarín (valfrjálst)
Sameinið hveiti, 1/2 tsk. salt, sykur og ger í hrærivélaskál. Hellið hægt í 1 bolla af köldu vatni. Hnoðið með krók á lágum hraða þar innihaldsefni koma saman. Haldið áfram að blanda í um 10 mínútur þar til deigið er slétt og fínt.
 
Setjið deigið í olíuborna skál og látið hvíla 2 til 4 klukkustundir þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deigi í tvennt og leyfið því að hvíla þar til deigið tvöfaldast í stærð aftur, að minnsta kosti í 1 klst.
Þegar deigið rís í annað sinn, undirbúið kartöfluflögur. Skerið kartöflur mjög þunnt og leggið í ísvatn til að fjarlægja umframvatnið. Kryddið með 1/2 tsk. af salti og setjið til hliðar í 10 mínútur. Sameinið kartöflur og lauk og eina matskeið ólífuolíu. Setjið til hliðar.
 
Hitið ofn eða pitsustein í botn. Notið lófana til að fletja deigið út.  Dreifið kartöflum á pítsuna. Kryddið með 1/2 tsk. salti og úðið yfir 3 matskeiðum af ólífuolíu og söxuðu rósmarín ef það er við hendina.
 
Bakið kartöflupitsuna þar til  botninn er gullinnbrúnn í um 20 mínútur. Fjarlægið úr ofninum og leyfið að kólna örlítið. Sneiðið og framreiðið, jafnvel með nautalund bernaise eða bara góðu salati.
 
Pönnukökur með jarðarberjum og súkkulaði próteinbombu
 
Hráefni
  • 2 msk. súkkulaði próteinduft
  • 2 matskeiðar sterkja (hveiti, spelt eða annað kornmeti)
  • 2 matskeiðar chia fræ
  • 0,5 tsk. lyftiduft
  • 2 heil egg, létt barin
  • 1 banani, maukaður
  • 4 msk mjólk (hægt að nota Hleðslu og sleppa próteinduftinu)
Sameinið öll þurrefnin í skál með písk eða töfrasprota. Blandið í aðra skál eggjum, maukuðum banana og mjólk. Hellið varlega saman og blandið saman með sleikju. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita, með smá fitu, smjöri eða kókosfitu. Hellið deiginu á pönnuna og bakið þar til loftbólur koma upp á yfirborðið, um 3 mínútur. Snúið við með spaða, og eldið í aðra 2–3 mínútur. Þykktin á deiginu stjórnar þykktinni á pönnukökunum. Það má bæta meiri sterkju eða minnka mjólkina (eftir smekk).
Berið fram með ferskum jarðarberum, bananabitum, rjóma eða sírópi.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...