Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautalund með hvítlauks- og kryddjurtasmjöri
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 25. ágúst 2017

Nautalund með hvítlauks- og kryddjurtasmjöri

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Mörg kryddjurtabeðin skarta sínu allra besta um þessar mundir og eins er úrval ferskra kryddjurta  gott í betri verslunum. 
 
Þá er um að gera að nýta þessar gersemar almennilega og vel er við hæfi að nota þær með úrvals nautakjöti, „filet mignon“.
  • Pönnusteikt nautasteik „filet mignon“ með hvítlauks- og kryddjurtasmjöri
  • Fjórar nautalundir skornar í 180–200 gramma steikur.
  • 20 ml ólífuolía
  • 20 g smjör
  • Salt og pipar eftir smekk
Hvítlauks- og kryddjurtasmjör
  • ½ stk. smjör
  • 1 msk. saxað ferskt rósmarín 
  • 1 msk.  ferskt extragon
  • ½ msk. hvítlaukur saxaður 
Fyrir kryddjurtasmjör: 
Settu smjörið í örstutt í örbylgjuofn þar til það er auðvinnanlegt, eða í 10–15 sekúndur. 
Hrærið kryddjurtum og hvítlauk saman þar til allt er alveg blandað saman. 
 
Setjið smjörið á pappír eða álfilmuna af smjörinu og reynið svo að endurmóta það, þar til það líkist stöku smjörstykki. Setjið í kæli í um tíu mínútur og takið það svo út fimm mínútum áður en það er borið fram með kjötinu.
 
Fyrir nautasteikurnar:
Forhitið ofninn í 200 gráður. Takið steikina úr ísskápnum 30 mínútum fyrir eldun. Það er gert til þess að hún nái  stofuhita og líklegra sé að matreiðslutíminn verði nákvæmur. Kryddið á báðum hliðum með salti og pipar.
 
Látið pönnuna hitna mjög vel. Bætið ólífuolíunni og smjörinu á hana. 
 
Setjið nautasteikurnar á pönnuna í tvær mínútur á hvorri hlið. Pönnusteikingin gefur steikunum fallegan lit.
 
Setjið steikurnar beint í ofninn. Varið ykkur á því að handfangið getur verið brennandi heitt þegar það kemur úr ofni. Notið ofnvettlinga og ofnfasta pönnu eða fat. Fyrir miðlungs mikið eldað kjöt, hafið það í 4–5 mínútur í ofninum. Meira eldað í 5–6 mínútur og vel eldað 6–7 mínútur. En það fer eftir þykkt. Gott er að nota kjöthitamæli. Látið kjötið svo hvíla í fimm mínútur áður en steikurnar  eru bornar fram. Það er mikilvægt að steikin nái réttum kjarnhita. Framreiðið með sneið af hvítlauks- og kryddjurtasmjöri.
 

Regnboga tómatsalat

Notið tómata í mismunandi litum, stærðum og gerðum og stráið með basil til að gefa þessu salati sérstakan glæsileika og bragð.

  • 500 g þroskaðir tómatar af ýmsum litum, stærðum og gerðum við 
  • stofuhita
  • Sjávarsalt til að krydda með
  • 2 tsk. balsamic-edik
  • Kaldpressuð ólífuolía
  • Fersk basilikublöð
Aðferð
Skerið tómatana og setjið á fat og kryddið með salti og smá pipar.  
Ediki og olíu er dreift yfir ásamt basiliku.
Borið fram með kjötinu eða sem létt salat.
 
 
Amerískar pönnukökur
Þetta eru þessar þykku, svampkenndu amerísku pönnukökur sem oft eru borðaðar með heitu hlynsírópi og stökku beikoni. 
  • 1 msk. lyftiduft
  • 1 klípa af salti
  • 1 tsk. hvítur sykur
  • 2 stór egg (léttþeytt)
  • 30 g smjör (brætt og kælt)
  • 300 ml mjólk
  • 225 g hveiti
  • Smjör til steikingar
Aðferð
Auðveldasta leiðin til að gera þetta er að setja allt hráefni í matvinnslu og vinna þetta þannig saman. En ef þið blandið öllu saman með þeytara í skál, blandið þá fyrst saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri. Sláið eggjum, bræddu smjöri og mjólk saman og setjið í könnu ásamt þurrefnunum. Það er miklu auðveldara að hella á pönnu en að nota skeið.
Hitið slétta pönnu á eldavélinni.
Þegar þú eldar pönnukökurnar er allt sem þú þarft að muna að þegar efri hlið pönnunnar er komin með eldaðar loftbólur þá er kominn tími til að elda hina hliðina – og þetta þarf aðeins um eina mínútu ef það er réttur hiti á pönnunni.
Berið fram með meðlæti að eigin vali.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...