Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Því er mikilvægt að úða ekki með skordýraeyðum nema í sérstökum tilfellum þegar fullvisst er að þörf sé á úðun.
Því er mikilvægt að úða ekki með skordýraeyðum nema í sérstökum tilfellum þegar fullvisst er að þörf sé á úðun.
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Höfundur: Brynja Hrafnkelsdóttir og Helga Ösp Jónsdóttir

Rúmlega 80 tegundir skordýra lifa á trjágróðri á Íslandi. Þeim fer þó hratt fjölgandi en nokkur meindýr á trjám og runnum sem hafa numið hér land á undanförnum árum hafa valdið miklu tjóni í skógum landsins. Sum þeirra valda ekki jafnmiklu tjóni í nágrannalöndum okkar þar sem þau hafa verið lengur. Þetta skýrist að hluta til af því að hér eru ekki bara fá meindýr heldur líka fáir náttúrulegir óvinir sömu meindýra.

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að nærast á meindýrum og minnka um leið getu meindýra til að fjölga sér hratt. Þessi hópur getur verið mjög fjölbreyttur, allt frá örverum upp í stór spendýr. Mörg skordýr eru náttúrulegir óvinir annarra skordýra og gegna mikilvægu hlutverki í að halda alvarlegum meindýrum sem lifa á plöntum niðri þannig að skaðinn verður minni fyrir plöntuna. Þannig kemur náttúrulegi óvinurinn oft á ákveðnu jafnvægi, hann heldur niðri meindýrastofninum þannig að plantan verður ekki fyrir eins miklum skaða en útrýmir honum ekki alveg úr vistkerfinu. Hér verða nefnd nokkur dæmi um skordýr sem eru náttúrulegir óvinir meindýra á trjám sem finnast á Íslandi.

Æðvængjur (vespur): Sníkjuvespur eru einn algengasti hópur skordýra sem lifa sníkjulífi á öðrum skordýrum. Fullorðna dýrið verpir í meindýrið eða púpu þess og vespulirfan lifir innan í því þangað til hún verður fullþroska (og dregur meindýrið til dauða). Dæmi um slíkt eru kjarrnálvespur sem verpa í fiðrildalirfur og sníkjuvesputegund sem lifir á lirfum birkiþélu. Geitungar gera líka gagn en þeir veiða stundum meindýr til að gefa afkvæmum sínum.

Tvívængjur: Ýmsar flugutegundir lifa sníkjulífi og ránlífi á meindýrum. Sumar sveifflugutegundir eru til að mynda mjög mikilvægar í landbúnaði en ein lirfa getur étið allt að 400 blaðlýs á þroskaskeiði sínu. Á Íslandi eru nokkrar sveifflugutegundir sem gera mikið gagn við að halda blaðlúsum á trjágróðri niðri.

Bjöllur: Bjöllur geta verið öflug rándýr á meindýrum en eitt frægasta dæmið um notkun náttúrulegra óvina gegn meindýrum í landbúnaði eru maríubjöllur (maríuhænur). Bæði fullorðnar bjöllur og lirfur maríubjöllurnar innbyrða gríðarlegt magn af blaðlúsum á lífskeiði sínu. Dæmi um önnur rándýr eru bjöllur af járnsmiðaætt og jötunuxaætt. Nýlegur landnemi, varmasmiðurinn, étur til að mynda bæði snigla og sniglaegg.

Skortítur og netvængjur: Ýmsar tegundir skortíta og netvængja eru mikið notaðar í gróðurhúsum og víðar til að halda alvarlegum meindýrum niðri. Trjónutíta er til að mynda nýlegur landnemi á Íslandi sem sýgur vessann úr blaðlúsum og fleiri skordýrum auk þess að éta skordýraegg. Birkiglyrna er netvængja sem lifir á lirfustigi á blaðlúsum á birki á Íslandi.

Hér hefur verið fjallað um þann fjölbreytta hóp skordýra sem eru náttúrulegir óvinir meindýra á trjágróðri. Þegar við notum eiturefni drepum við ekki bara meindýrin sjálf heldur líka náttúrulega óvini. Þetta getur leitt til þess að kerfið verði háð reglubundinni úðun þar sem jafnvægið raskast. Því er mikilvægt að úða ekki með skordýraeyðum nema í sérstökum tilfellum þegar fullvisst er að þörf sé á úðun. Æskilegri kostur er að leyfa náttúrunni að vinna sitt verk.

Skylt efni: Skógrækt | meindýr

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...