Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2023

Námskeið í rúningi og ullarflokkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

ÍSTEX stendur fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og kynningu á ullarflokkun nú í byrjun nóvember. Tilgangurinn er að auka almenna fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að rétt vinnubrögð skipti miklu máli varðandi rúning og frágang á ull. „Til dæmis er mjög mikilvægt að fá ekki tvíklippur eða óhreinindi í ullina. Þá er mikilvægt að þetta sé sem auðveldast fyrir bæði kindina og rúningsmanninn. En oft fer þetta mjög vel saman.“

Það er skoski rúningskennarinn Robbie Hislop sem kemur aftur til landsins og mun stýra námskeiðunum sem verða haldin annars vegar 1.–3. nóvember í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi, og hins vegar 5.–7. nóvember á Hákonarstöðum, Jökuldal. Hislop hélt vel sótt námskeið í vor, en hann er kunnur rúningskennari og sauðfjárbóndi í Skotlandi.

Sigurður segir að samhliða rúningsnámskeiðinu verði boðið upp á kynningu á ullarflokkun á vegum starfsmanna ÍSTEX. Hann segir að hafa þurfi allnokkra hluti í huga til að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. „Ull tekur fljótt í sig óhreinindi eftir að sauðfé er tekið á hús. Þess vegna skiptir máli að komast í rúning sem allra fyrst.

Vöntun á reyndum rúningsmönnum hjálpar því ekki til við að auka gæði á ull. Góð ull er lykilatriði fyrir ÍSTEX.
Að sögn Sigurðar hefur Unnsteinn Snorri Snorrason, á Syðstu-Fossum í Borgarfirði, verið aðalhvatamaður að því að fá Hislop til landsins. „Það eru ansi margir íslenskir bændur og áhugafólk um íslenska ull sem fylgjast með honum á samfélagsmiðlum. Þetta var klárlega til gagns og gamans fyrir þá sem tóku þátt í vor.“

Eykur þekkingu og tengsl

„Þetta er skemmtilegt verkefni sem margir bændur hafa áhuga á. Einnig er skortur á reyndum rúningsmönnum víða um land og ákveðin kynslóðaskipti virðast vera að eiga sér stað. Við vildum því halda áfram að styðja svona og gera meira úr þessu, til dæmis með ullarflokkunina.
Von okkar er að þessi rúnings­námskeið auki ekki aðeins þekkingu og skilning í greininni, en einnig tengsl á milli fólks. Þannig geta góðir siðir og reynsla dreifst sem víðast á sem skemmstum tíma. Jafnframt hvetjum við sauðfjárbændur með góðar hugmyndir í heimahéraði um að auka veg og gæði ullar að hika ekki við að hafa samband. Svoleiðis gerast oft góðir hlutir,“ segir Sigurður enn fremur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...