Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2023

Námskeið í rúningi og ullarflokkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

ÍSTEX stendur fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og kynningu á ullarflokkun nú í byrjun nóvember. Tilgangurinn er að auka almenna fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að rétt vinnubrögð skipti miklu máli varðandi rúning og frágang á ull. „Til dæmis er mjög mikilvægt að fá ekki tvíklippur eða óhreinindi í ullina. Þá er mikilvægt að þetta sé sem auðveldast fyrir bæði kindina og rúningsmanninn. En oft fer þetta mjög vel saman.“

Það er skoski rúningskennarinn Robbie Hislop sem kemur aftur til landsins og mun stýra námskeiðunum sem verða haldin annars vegar 1.–3. nóvember í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi, og hins vegar 5.–7. nóvember á Hákonarstöðum, Jökuldal. Hislop hélt vel sótt námskeið í vor, en hann er kunnur rúningskennari og sauðfjárbóndi í Skotlandi.

Sigurður segir að samhliða rúningsnámskeiðinu verði boðið upp á kynningu á ullarflokkun á vegum starfsmanna ÍSTEX. Hann segir að hafa þurfi allnokkra hluti í huga til að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. „Ull tekur fljótt í sig óhreinindi eftir að sauðfé er tekið á hús. Þess vegna skiptir máli að komast í rúning sem allra fyrst.

Vöntun á reyndum rúningsmönnum hjálpar því ekki til við að auka gæði á ull. Góð ull er lykilatriði fyrir ÍSTEX.
Að sögn Sigurðar hefur Unnsteinn Snorri Snorrason, á Syðstu-Fossum í Borgarfirði, verið aðalhvatamaður að því að fá Hislop til landsins. „Það eru ansi margir íslenskir bændur og áhugafólk um íslenska ull sem fylgjast með honum á samfélagsmiðlum. Þetta var klárlega til gagns og gamans fyrir þá sem tóku þátt í vor.“

Eykur þekkingu og tengsl

„Þetta er skemmtilegt verkefni sem margir bændur hafa áhuga á. Einnig er skortur á reyndum rúningsmönnum víða um land og ákveðin kynslóðaskipti virðast vera að eiga sér stað. Við vildum því halda áfram að styðja svona og gera meira úr þessu, til dæmis með ullarflokkunina.
Von okkar er að þessi rúnings­námskeið auki ekki aðeins þekkingu og skilning í greininni, en einnig tengsl á milli fólks. Þannig geta góðir siðir og reynsla dreifst sem víðast á sem skemmstum tíma. Jafnframt hvetjum við sauðfjárbændur með góðar hugmyndir í heimahéraði um að auka veg og gæði ullar að hika ekki við að hafa samband. Svoleiðis gerast oft góðir hlutir,“ segir Sigurður enn fremur.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f