Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt nakið bygg.
Íslenskt nakið bygg.
Mynd / Jónína Svavarsdóttir
Á faglegum nótum 23. apríl 2022

Nakið bygg

Höfundur: Hrannar Smári Hilmarsson

Bygg er mikilvægasta korntegundin sem ræktuð er hér á landi.

Um áratuga skeið var bygg kynbætt fyrir íslenskar aðstæður með áherslu á strástyrk, flýti og aukna uppskeru. Árangurinn lét ekki á sér standa, en umfang ræktunarinnar hér á landi óx ekki í takt við umræðuna um þörfina á aukinni ræktun. Nefna má margar ástæður þess hve búgreinin hefur vaxið hægt og líklega er innviðauppbygging stærsti þátturinn. Það sem mest við kemur hlutverki LbhÍ er annað viðfangsefni, það er gæðaþátturinn. Tvær mælingar hafa verið viðamiklar í íslenska byggkynbótaverkefninu, rúm- þyngd og þúsundkornaþyngd en þessir eiginleikar hafa ekki aukist jafn mikið og uppskeran. Rúmþyngd og þúsund­korna­þyngd eru eiginleikar sem eru tengdir gæðum uppskerunnar.

Byggkorn hefur það einkenni að fræið er verndað með hýði, en það þarf alls ekki að vera þannig. Hveiti og rúgur eru hýðislaus eftir þreskingu, eða nakin eins og sagt er. Til eru arfgerðir af byggi sem einnig eru nakin. Þegar byggplantan þroskar fræ myndar hún korn sem er hulið hýði, það er límt fast með lípíðlagi sem stjórnað er af einu víkjandi geni. Einföld stökkbreyting í fyrndinni varð til þess að genið er ekki tjáð og límið myndast ekki lengur.

Þessi eiginleiki gerir það að verkum að fræið er illa varið fyrir bökun sólarinnar á sléttum frjósama hálfmánans þaðan sem bygg er upprunnið. Svo að öllum líkindum hefur stökkbreytingin varðveist um árþúsundin í samlífi við manninn. Nakið bygg tók svo að víkja fyrir hveiti í ræktun manna í Evrópu löngu fyrir kristsburð.

Við Landbúnaðarháskóla Íslands voru gerðar tilraunir með nakið bygg fyrir rúmum áratug. Rykið var svo dustað af þessum rannsóknum nýlega. Þegar fyrrum bygg-kynbótamaður LbhÍ fór á eftirlaun skildi hann eftir sig stórt safn erfðaauðlinda. Þar af voru þrír stofnar af nöktu byggi, þar sem geninu sem veldur nektinni var víxlað inn í þekkt yrki með endurteknum bakvíxlunum. Úr varð samansafn þriggja stofna sem sáð var út í stórreiti 2019.

Úr þessum stofnum voru valdir 60 álitlegir einstaklingar, löng og búsmamikil öx, og lagðir út í tilraun ásamt 39 nöktum arfgerðum úr genabanka banda­ríska landbúnaðarráðsins (USDA). Árið eftir, eða 2021, voru 17 álitlegustu arfgerðirnar lagðar út í einfalda uppskerutilraun. Niðurstöður þessara tilrauna sýndu að á meðan uppskeran var ekki til jafns við uppskeruhæstu yrki var rúmþyngdin há. Einnig að erlendar arfgerðir sem ekki hafa verið kynbættar fyrir íslenskar aðstæður stóðu sig óvænt merkilega vel.

Hýði byggs hefur lítið sem ekkert fóðurgildi og inniheldur sílíköt sem eru illmeltanleg og óboðleg mannfólki. Því mætti halda fram að eitt kíló af nöktu byggi innihaldi fleiri meltanlegar fóðureiningar en eitt kíló af ónöktu byggi. Samkvæmt því mætti fórna uppskerukröfum í tonnum á hektara fyrir fóðureiningar á hektara, sem þetta snýst nú allt saman um. Einnig, að uppskera, þurrka og keyra korn, sem hefur verið ræktað fyrir uppskerumagn umfram gæði, er líka kostnaðarsamt ferli.
Möguleikar á nýtingu nak­ins byggs gæti náð út fyrir kjarnfóðurgjöf í mjólkurfram­leiðslu. Sérstaklega svínarækt, einnig til manneldis og kannski fyrir kjúklingarækt og eggjaframleiðslu. Því er full ástæða til þess að halda áfram rannsóknum með nakið bygg og tilefni til öflugra kynbóta nakins byggs til hliðar við hýðisbygg.

Að því sögðu er nú tími til að bygg komi fram nakið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...