Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. janúar 2015

Nafnspjaldamyndir af öllum kindum búsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er mikil áhugamanneskja um kindur enda ólst ég upp í sveit og hef alltaf haft gaman af kindum,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, bóndi á Möðruvöllum 3 í Hörgárdal.

„Ég hef líka mjög gaman af að taka myndir. Ég er búin að taka svona nafnspjaldamyndir af kindum síðan 2007, allt til gamans gert. Ég tek t.d. myndir af öllum lömbunum áður en þau fara á fjall. Það fóru 254 lömb á fjall síðasta sumar og ég átti myndir af þeim öllum. Ég hef líka tekið myndir af lömbum á vorin og aftur á haustin til að gera samanburð.“

Birgitta býr á Möðruvöllum 3 ásamt Þórði Gunnari Sigurjónssyni, manni sínum, og börnum þeirra. Bróðir Þórðar, Sigmundur Sigurjónsson, er meðeigandi, hann býr á Akureyri. Á búinu eru 243 kindur, sem Birgitta myndar í bak og fyrir og setur á spjöld. Skemmtilegt framtak, sem vekur alltaf mikla athygli gesta sem koma í heimsókn til fjölskyldunnar á Möðruvöllum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...