Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 21. febrúar 2020

Nægjusemi er ein af forsendum þess að ná tökum á loftslagsvandanum

Höfundur: Ritstjórn

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þess að mannkyni takist að ná tökum á loftslagsvandanum. Sömuleiðis, segir Guðrún, verður að endurskoða hagkerfið sem þrífst fyrst og síðast á neyslu og aftur neyslu.

Um langt árabil hefur Guðrún unnið að verkefnum sem tengjast fræðslu og umhverfismálum og hefur lagt kapp á að fræða börn um þau. Þá hefur hún menntað sig á þessu sviði og var á sínum tíma í meistaranámi sem tók á menntun til sjálfbærni.

Kennsluefni og námskeið um umhverfis- og loftslagsmál

Guðrún hefur m.a. útbúið kennsluefni sem tekur á umhverfis- og loftslagsmálum og segir í viðtalinu að grunnskólakennurum, hvar svo sem þeir búa á landinu, sé velkomið að hafa samband við hana ef þá skortir kennsluefni og/eða hugmyndir á þessu sviði.

Guðrún er ein margra sem hafa unnið að undirbúningi námskeiða sem ganga undir heitinu Loftslagsvænn landbúnaður. Þessi námskeið eru að fara gang og í viðtalinu fjallar hún um þau – sem og námskeiðaraðar sem hún kom að á sínum tíma og var nefnd Betra bú. Sjálfbærnihugtakið kemur til umræðu í viðtalinu sem og fjölmargt annað.

Umsjónarmaður þáttarins er sem fyrr Áskell Þórisson, kynningarfulltrúi Landgræðslunnar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...