Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mývatn Open 2014
Fréttir 20. mars 2014

Mývatn Open 2014

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi. Mótið hófst á föstudag með hópreiðtúr þar sem riðið var út á frosið Mývatn að Hrútey. Þar bauð Sel Hótel Mývatn knöpum upp á samlokur og heitt kakó. Veðrið lék við gesti og góð mæting var í hópreiðina en það voru um 50 manns sem tóku þátt. 
 
Mótið sjálft var haldið á laugardag. Keppt var í A og B tölti og síðan var endað á að keppa í góðhestakeppni. Um kvöldið var blásið til hestamannahófs með matarveislu að hætti kokksins og síðar um kvöldið hélt Kiddi Halldórs uppi skemmtilegri kráarstemmningu. Þjálfi og Sel Hótel Mývatn þakka keppendum, áhorfendum og gestum fyrir komuna og minna á að næsta Mývatn Open verður haldið 14. mars 2015. 
 
Úrslitin voru eftirfarandi:
 
Tölt B
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37
  2. Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96
  3. Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67
  4. Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57
  5. Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27
 
Tölt A 
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23
  2. Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8
  3. Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6
  4. Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57
  5. Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2
 
 
Góðhestakeppni
 
     1.     Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58
     2-3. Guðmundur Karl Guðmunds­son, Rún frá Reynistað 8,52
     2-3. Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52
     4.     Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum 8,38 5.
     5.     Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 8,28.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...