Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Mynd / Bbl
Fréttir 11. október 2023

Myndbandagerð um eldhættu í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gefin hafa verið út tvö myndbönd um eldhættu í landbúnaði og ráðstafanir til að draga úr henni.

Bændasamtökin, Eldvarnabandalagið, Brunavarnir Árnessýslu og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu að gerð myndbandanna, sem komin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndböndin eru aðgengileg á Facebook-síðu Bændasamtakanna.

Myndböndin eru hin fyrstu í röð fimm fræðslumyndbanda um eldvarnir í landbúnaði sem samstarfaðilarnir hyggjast gefa út á næstum misserum. 

Unnið er að gerð myndbands um viðvörunarkerfi og síðan verður ráðist í gerð myndbanda um slökkvibúnað, vatnsöflun og loks um kröfur um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum.

Í næstu fræðslumyndböndum verður fjallað um afmörkuð efni sem tengjast eldhættu í landbúnaði; rafmagn, logavinnu og vinnuvélar. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að vanda frágang á rafbúnaði, kynntar nauðsynlegar varúðarreglur þegar unnið er með opinn eld og verkfæri sem valda neistaflugi.

Þá er fjallað um geymslu vinnuvéla og ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur kvikni í þeim.

Verkefnið er liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Bændasamtakanna um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli sem staðið hefur undanfarin tvö ár.

Skylt efni: eldvarnir

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...