Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 8. desember 2022

Mykjulón sett upp á Mýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Hundastapa var komið fyrir 2.000 rúmmetra lóni til að safna búfjáráburði.

Um 500 metrum frá fjósinu var grafin hola samkvæmt GPS mælingum sem var klædd tilsniðnum dúk. Erlendis er þessi geymsluaðferð útbreidd, en þetta er líklegast í fyrsta skipti sem mykjulón af þessu tagi er sett upp á Íslandi.

Halldór Gunnlaugsson, bóndi á Hundastapa, sagði að þau hafi ákveðið að fara í þessa framkvæmd þar sem hauggeymslurnar dugðu ekki til að geyma mykjuna allan veturinn. Dúkurinn var festur niður á köntunum með rörum og teinum og torfi hlaðið yfir brúnirnar. Til að koma í veg fyrir fok þarf einnig alltaf að vera mykja eða vatn í botninum. Bændurnir munu leggja lögn frá fjósinu í lónið og munu því geta safnað mykjunni á auðveldan hátt yfir allan veturinn. Staðsetning laugarinnar var valin með það að sjónarmiði að takmarka akstur við mykjudreifingu.

Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.

Lítill framkvæmdakostnaður helsti kostur

Finnbogi Magnússon hjá Vinnuvélum og Ásafli ehf., sem flutti inn dúkinn, segir helsta kostinn við þessa geymsluaðferð á búfjáráburði sé hlutfallslega lítill framkvæmdakostnaður. Miðað við hversu hátt verðið er á tilbúnum áburði reiknar Finnbogi með að fjárfesting sem þessi geti borgað sig á fyrsta árinu – sérstaklega í þeim tilfellum þar sem hauggeymslur eru mjög takmarkaðar og nýting áburðarefnanna í lífræna áburðinum þar af leiðandi ómarkviss. Hann áætlar að lónið á Hundastapa hafi kostað fjórðung eða fimmtung af steyptum tanki af sömu stærð og að framkvæmdir sem þessar séu styrkhæfar í gegnum fjárfestingastuðning í nautgriparækt.

Hann segir að þessi framkvæmd sé ekki leyfisskyld og allur undirbúningur sé einfaldur. Ekki er þörf á að fara í mikla teiknivinnu og jarðvegsskipti. Þar sem þetta er bara dúkur lagður ofan á jarðveg þá er jafnvel hægt að taka hann upp og selja ef búskapur leggst af á viðkomandi bæ. Dúkurinn kemur í einni einingu sem er sett saman úr tveimur lögum af plasti með styrktarneti á milli. Efnið í þetta mykjulón vó eitt tonn.

Finnbogi segir að efniskostnaðurinn sé nálægt 4,3 milljónum króna og vinnan við að koma dúknum fyrir sé í kringum 1,5 milljónir – allt án vsk. Nú er þegar búið að ganga frá samningum við kaup á fjórum svona lónum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...