Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
„Til eru nokkrar tegundir af myglu, en þær skipta í sjálfu sér ekki miklu máli því skaðinn er venjulega sá sami og lausnirnar þær sömu eða svipaðar.“
„Til eru nokkrar tegundir af myglu, en þær skipta í sjálfu sér ekki miklu máli því skaðinn er venjulega sá sami og lausnirnar þær sömu eða svipaðar.“
Mynd / Michael and Diane Weidner
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Höfundur: Róbert Pétursson, arkitekt

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi hús til grunna.

Róbert Pétursson.

Myglan væri svo mikil og víðtæk, og viðhaldskostnaðurinn svo mikill, að það borgar sig frekar að rífa húsin til grunna en að gera við þau. Myglan er eins og allir vita enn fremur skaðleg heilsu þeirra sem starfa í viðkomandi húsum. Hafa margir þurft að hætta störfum á viðkomandi vinnustað og leita sér lækninga af þeim sökum.

Mygla í húsum er ekki nýtt fyrirbæri, búin að vera til staðar frá landnámi, t.d. í torfbæjunum. Til eru nokkrar tegundir af myglu, en þær skipta í sjálfu sér ekki miklu máli því skaðinn er venjulega sá sami og lausnirnar þær sömu eða svipaðar. Myglan myndast þegar vatn eða raki mætast við lágt hitastig og almenn loftun til að þurrka rakann er ekki til staðar, eða er léleg. Almennt má segja að ef enginn er rakinn, þá myndast ekki mygla því rakinn er myglunni nauðsynlegur. Allar byggingar hafa raka- og myglu- veikleikastaði. Mikið reynir á útveggina og þök og margar eru rifurnar þar sem vatn getur smogið inn. Hárpípukrafturinn dregur rakann inn um sprungur og samskeyti við glugga og útihurðir. Innandyra getur loftrakinn í viðkomandi herbergi dugað til að mynda myglu. Sú mygla er lúmsk og oftast ósýnileg inni í útveggjum timburhúsa um langan tíma áður en hún kemur í ljós. Orsakavaldurinn er óþétt rakavarnarlag og ofþétt ytra byrði.

Flestar þær byggingar, sem eru undirlagðar af myglu, eru það vegna hönnunar- og/eða framkvæmdagalla, auk viðhaldsleysis húseiganda eða húsráðanda. Það kemur ekki á óvart að mesta tjónið er í byggingum hins opinbera, sem ekki hafa fengið nægilegt viðhald vegna langtíma ábyrgðarleysis, eftirlitsleysis, fjárleysis eða framkvæmdaleysis, reyndar oft allra þessara þátta. Skilning og vilja hefur vantað til að ráðast á mygluna um leið og hún birtist og hindra að hún breiðist út og komi aftur. Þegar allt er komið í óefni er farið fram á úttekt, og látið eins og myglan hafi birst skyndilega. Í stað rándýrra mygluúttekta, er peningunum betur varið til að vinna á myglunni. Unnt er að verjast myglu ef gengið er til verks strax og hún birtist. Myglan er nánast alltaf sýnileg, ástæður og lausnir þekktar, og skýrslur að mestu óþarfar. Það er óásættanlegt að það þurfi að rífa uppkomnar byggingar vegna myglu og til skammar þeim sem bera ábyrgðina. Eflaust þarf að tvöfalda eða þrefalda framlagið til viðhalds og mygluvarnar uns búið væri að ná tökum á vandamálunum, en því fjármagni væri vel varið. Annars breytist ekkert – endalaus sorgarsaga – mygla og heilsutjón. Best væri fyrir hið opinbera að mynda sérstakt viðhaldsteymi til að berjast gegn myglunni.

Á Íslandi hafa myndast byggingahefðir bæði góðar og aðrar miður góðar. Ýmsar góðar „erlendar“ byggingarhefðir hafa ekki þótt falla að þeirri „íslensku“.

Auðvitað eru erlendu byggingarhefðirnar byggðar á reynslu og veðurfari í viðkomandi landi og henta þar, en ekki endilega hér á Íslandi. Langflestar gera það þó og sumar eru betri en þær íslensku, enda er eðlisfræðin sú sama í öllum löndum. Uppfæra þarf byggingareglugerðina reglulega í samræmi við reynslu. Hún verður aldrei fullkomin en þar er margt sem mætti bæta, m.a. um mygluvarnir.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f